Innlent

Flestir vilja samþykkja Icesave samkvæmt könnun Áfram

Flestir þeirra sem afstöðu taka til Icesave-samningsins í nýrri könnun, eða 56 prósent, segjast líklega eða örugglega ætla að samþykkja lögin í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Könnunin var unnin af Capacent fyrir Áfram-hópinn, félagsskap þeirra sem styðja samninginn og var gerð á tímabilinu 17. til 24. mars. 44 prósent segjast ætla að kjósa gegn samningnum. 24 prósent þeirra sem spurðir voru í könnuninni sögðust hinsvegar ekki hafa gert upp hug sinn eða ætla að skila auðu.

Hópurinn segir því ljóst að bilið sé að breikka á milli fylkinganna og er í því samhengi vísað til MMR könnunar sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið og birt var í síðustu viku. Þar mældist fylgi við samþykkt Icesave-samningannar 52 prósent. Niðurstöður könnunar Capacent má sjá í meðfylgjandi PDF-skjali.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×