Viðskipti innlent

Borgarbúar styðja Icesave meir en landsbyggðin

Fylgi við að samþykkja Icesavesamninginn er töluvert meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og fleiri karlmenn vilja samþykkja hann en konur, samkvæmt skoðanakönnum MMR fyrir Viðskiptablaðið.

Þá er framhaldsmenntað fólk hlynntara samningnum en þeir minna menntuðu og fylgi við samninginn eykst með hækkandi aldri.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust liðlega 52 prósent styðja samninginn en tæp 48 prósent sögðust ætla að hafna honum í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þannig að mjótt er á mununum.

Ekki kemur fram í Viðskiptablaðinu hversu margir voru óákveðnir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×