Viðskipti innlent

Breskur þingmaður: Viðskiptavinir Icesave og Edge voru hálfvitar

Breski þingmaðurinn David Ruffley, sem situr í fjárlaganefnd breska þingsins, sagði á dögunum að þeir sem hefðu látið glepjast af gylliboðum íslensku bankanna og sett fjármuni sína inn á reikninga Icesave og Kaupthing Edge, væru hálfvitar.

Ummælin féllu í pallborðsumræðum í síðustu viku þar sem rætt var um ábyrgð eftirlitsstofnanna á því að almenningur tapaði fjármunum í bankahruninu. Hann sagðist þeirrar skoðunar að ríkið væri oft ábyrgt en að í sumum tilfellum yrðu neytendur sjálfir að bera ákveðna ábyrgð. Hann bætti við að þeir sem hefðu látið glepjast og trúað því að þrisvar sinnum hærri vextir en aðrir bankar gætu boðið væru raunverulegir, væru einfaldlega hálfvitar.

„Varstu hálfviti ef þú trúðir því  að íslendingar hefðu fundið upp eitthvað töfrabragð þar sem bankar í örsmáu hagkerfi gátu boðið ótrúlega vexti? Ég held að þú myndir flokkast undir að vera dálítið heimskur,“ sagði Ruffley.

Ummæli Ruffleys vöktu hörð viðbrögð annara í pallborðsumræðunni og sagði einn fundarmanna það vera áhyggjuefni að maður í svo hárri stöðu og Ruffley hafi slíkt álit á almenningi.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×