Innlent

Kosið um Icesave 9. apríl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum á Icesave. Mynd/ Stefán.
Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum á Icesave. Mynd/ Stefán.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave frumvarpið verður 9. apríl samkvæmt tillögu sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Eins og kunnugt er vísaði Ólafur Ragnar Grímsson Icesave í dóm þjóðarinnar á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar síðastliðinn sunnudag.

Þetta er í annað sinn sem þjóðaratkvæðagreiðsla er haldin um lög sem Alþingi setur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×