KR bikarmeistari eftir 20 ára bið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2011 17:57 Mynd/Daníel KR varð í dag bikarmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn í 20 ár eftir sigur á Grindavík, 94-72, í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar. Eftir gríðarlegan jafnan og spennandi fyrri hálfleik sigu KR-ingar fram úr í þeim síðari, fyrst og fremst með góðri skotnýtingu og öflugum varnarleik. Grindavík náði sér aldrei á strik í síðari hálfleik og var sigur KR-inga í lítilli hættu. Pavel Ermolinskij fór mikinn fyrir KR og náði þrefaldri tvennu. Brynjar Þór Björnsson var þó stigahæstur með 23 stig en hann fór á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna í seinni hálfleik. Hjá Grindavík skoraði Kevin Sims átján stig og Ólafur Ólafsson sautján. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en alls skiptust liðin ellefu sinnum á því að vera í forystu. Erlendur leikmennirnir skoruðu fyrstu sautján stig Grindavíkur í leiknum en þá skoraði Ólafur Ólafsson þrist og kom Grindavík yfir, 20-17. KR-ingar létu þetta ekki slá sig út af laginu og fór þar Pavel Ermolinskij fremstur í flokki en alls skoraði hann tólf stig í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 40-39, KR í vil, en þeir Ryan Pettinella, Kevin Sims og Ólafur Ólafsson fóru fyrir sóknarleik Grindvíkinga. Ómar Örn Sævarsson átti einnig góða innkomu og hirti nokkur góð fráköst - alls sex í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta fór fyrsta að skilja á milli liðanna og var því fyrst og fremst að þakka að KR-ingar settu niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Fyrst Skarphéðinn Ingason en svo kom Brynjar Þór Björnsson með tvo og var munurinn þar með orðinn tólf stig. Grindvíkingar voru að koma sér í ágæt færi inn á milli en skotnýting þeirra var ekki upp á sitt besta. Munurinn því tólf stig, 65-53, þegar þriðji leikhluti hófst og Pavel byrjaði þann fjórða á því að setja niður einn þrist til viðbótar og auka muninn í fimmtán stig. KR-ingar voru grimmir, bæði í vörn og sókn, og hleyptu Grindvíkingum aldrei nálægt sér eftir þetta. Brynjar Þór setti niður enn einn þristinn og jók muninn í nítján stig, 78-59, þegar um sex mínútur voru eftir. Það að féll flest með KR-ingum í síðari hálfleik en að sama skapi gekk lítið upp hjá þeim gulklæddu. Þeir hittu illa og áttu í erfiðleikum með sóknarleik KR-inga. Pavel átti enn einn stórleikinn fyrir KR-inga og náði þrefaldri tvennu í leiknum. Hann skoraði 21 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Brynjar Þór var drjúgur sem fyrr segir og þeir Marcus Walker, Fannar Ólafur og Hreggviður Magnússon skiluðu einnig sínu ásamt fleirum. Fannar fékk reyndar sína fimmtu villu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Eins og tölurnar bera með sér gekk fátt upp hjá Grindavík í síðari hálfleik og engum sem tókst að drífa liðið áfram þegar mest þurfti á að halda.KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 21/11 fráköst/11 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 11/6 fráköst, Marcus Walker 9/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1.Grindavík: Kevin Sims 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst, Ryan Pettinella 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen Soskic 2/4 fráköst.. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
KR varð í dag bikarmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn í 20 ár eftir sigur á Grindavík, 94-72, í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar. Eftir gríðarlegan jafnan og spennandi fyrri hálfleik sigu KR-ingar fram úr í þeim síðari, fyrst og fremst með góðri skotnýtingu og öflugum varnarleik. Grindavík náði sér aldrei á strik í síðari hálfleik og var sigur KR-inga í lítilli hættu. Pavel Ermolinskij fór mikinn fyrir KR og náði þrefaldri tvennu. Brynjar Þór Björnsson var þó stigahæstur með 23 stig en hann fór á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna í seinni hálfleik. Hjá Grindavík skoraði Kevin Sims átján stig og Ólafur Ólafsson sautján. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en alls skiptust liðin ellefu sinnum á því að vera í forystu. Erlendur leikmennirnir skoruðu fyrstu sautján stig Grindavíkur í leiknum en þá skoraði Ólafur Ólafsson þrist og kom Grindavík yfir, 20-17. KR-ingar létu þetta ekki slá sig út af laginu og fór þar Pavel Ermolinskij fremstur í flokki en alls skoraði hann tólf stig í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 40-39, KR í vil, en þeir Ryan Pettinella, Kevin Sims og Ólafur Ólafsson fóru fyrir sóknarleik Grindvíkinga. Ómar Örn Sævarsson átti einnig góða innkomu og hirti nokkur góð fráköst - alls sex í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta fór fyrsta að skilja á milli liðanna og var því fyrst og fremst að þakka að KR-ingar settu niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Fyrst Skarphéðinn Ingason en svo kom Brynjar Þór Björnsson með tvo og var munurinn þar með orðinn tólf stig. Grindvíkingar voru að koma sér í ágæt færi inn á milli en skotnýting þeirra var ekki upp á sitt besta. Munurinn því tólf stig, 65-53, þegar þriðji leikhluti hófst og Pavel byrjaði þann fjórða á því að setja niður einn þrist til viðbótar og auka muninn í fimmtán stig. KR-ingar voru grimmir, bæði í vörn og sókn, og hleyptu Grindvíkingum aldrei nálægt sér eftir þetta. Brynjar Þór setti niður enn einn þristinn og jók muninn í nítján stig, 78-59, þegar um sex mínútur voru eftir. Það að féll flest með KR-ingum í síðari hálfleik en að sama skapi gekk lítið upp hjá þeim gulklæddu. Þeir hittu illa og áttu í erfiðleikum með sóknarleik KR-inga. Pavel átti enn einn stórleikinn fyrir KR-inga og náði þrefaldri tvennu í leiknum. Hann skoraði 21 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Brynjar Þór var drjúgur sem fyrr segir og þeir Marcus Walker, Fannar Ólafur og Hreggviður Magnússon skiluðu einnig sínu ásamt fleirum. Fannar fékk reyndar sína fimmtu villu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Eins og tölurnar bera með sér gekk fátt upp hjá Grindavík í síðari hálfleik og engum sem tókst að drífa liðið áfram þegar mest þurfti á að halda.KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 21/11 fráköst/11 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 11/6 fráköst, Marcus Walker 9/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1.Grindavík: Kevin Sims 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst, Ryan Pettinella 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen Soskic 2/4 fráköst..
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira