Innlent

Landgræðslustjóri ræðir við heimamenn

Landgræðslustjóri verður til viðtals í Heimalandi í dag.
Landgræðslustjóri verður til viðtals í Heimalandi í dag.

Sérfræðingar miðla upplýsingum til íbúa á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls þessa dagana. Fundirnir með sérfræðingum fara fram í hádeginu í þjónustumiðstöðinni í Heimalandi.

Sveinn Runólfsson landgræðslu­stjóri verður til viðtals í hádeginu í dag; á morgun verður Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, til viðtals og á föstudag mætir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Þjónustumiðstöðin í Heimalandi er opin alla daga frá 11 til 15. Íbúar eru hvattir til að koma við og afla sér upplýsinga um mál sem tengjast eldgosinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×