Innlent

Vefmyndavélar vakta eldfjallið

Mynd/Þorsteinn Gunnarsson
Mynd/Þorsteinn Gunnarsson

Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur sett upp tvær myndbands­tökuvélar í nánd við gossvæðið á Fimmvörðuhálsi og opnað fyrir beina útsendingu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins.

Önnur myndavélin er á mastri Mílu á Hvolsvelli. Hin er á Þórólfsfelli, norðanmegin við Eyjafjallajökul, nær gossvæðinu en vélin á Hvolsvelli, að því er fram kemur í tilkynningu.

Almenningur getur því fylgst með gosinu á vef Mílu á mila.is/eldgos.

Veður voru válynd þegar rýnt var í útsendinguna í gær svo lítið sást til jarðeldanna. - bj





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×