Innlent

Viðbúnaður almannavarnakerfisins reynst traustur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisstjorn Íslands. Mynd/ Stjórnarráðsvefurinn.
Ríkisstjorn Íslands. Mynd/ Stjórnarráðsvefurinn.
Allur viðbúnaður almannavarnakerfisins hefur reynst afar traustur og samvinna verið góð og áreiðanleg á milli allra viðbragðsaðila, segir ríkisstjórn Íslands í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.

Þá segir ríkisstjórnin að íbúar svæðisins hafa sýnt aðdáunarverða stillingu sem beri að þakka. Þá sé þáttur vísindamanna í greiningu á framvindu gossins og hlaupsins ómetanlegur við að varpa skýrari sýn á óvissuþætti.

Ríkisstjórnin þakkar lögreglu, Landhelgisgæslu, björgunarsveitum og viðbragðsaðilum fyrir þeirra framlag við að greiða fyrir störfum vísindamanna og almannavarna. Ríkisstjórnin sendir kveðju og þakkir til allra er lagt hafa hönd á plóg við að tryggja öryggi vegna gossins í Eyjafjallajökli.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×