Innlent

Fjöldinn jafnmikill og í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þúsundir eru saman komnar í miðbæ Reykjavíkur í tilefni af gleðigöngu Hinsegin daga sem fram fór í dag. Lögreglumaður sem fréttastofa ræddi við sagðist ekki þora að fullyrða nákvæmlega um fjöldann en sagði að minnsta kosti óhætt að fullyrða að fjöldinn væri jafnmikill og í fyrra.

Göngunni sjálfri er lokið en eftir hana tók við skemmtidagskrá þar sem meðal annars Páll Óskar Hjálmtýsson skemmtir gestum. Jón Gnarr borgarstjóri var á fyrsta vagni göngunnar sem fór niður Laugaveginn í dag. Þar var hann í gervi Salbjargar, en það er sérstök persóna sem Jón bjó til í tilefni af Hinsegin dögum. Hann kom fram í sama gervi á opnunarhátíð Hinsegin daga á fimmtudag.


Tengdar fréttir

Jón Gnarr á fyrsta vagni í gleðigöngunni

Gleðigangan hófst klukkan tvö en hún er hátindur Hinsegin daga. Gengið er frá Hlemmi niður Laugaveginn og lýkur göngunni við Arnarhól, þar sem ýmsir skemmtikraftar stíga á svið undir stjórn Páls Óskars.

Gleðigangan hefst klukkan tvö

Hinsegin dagar ná hámarki sínu í dag með gleðigöngu hinsegin fólks klukkan tvö síðdegis. Gangan fer frá Hlemmi og niður Laugaveginn og lýkur við Arnarhól, þar sem ýmsir skemmtikraftar stíga á svið á hinsegin hátíð undir stjórn Páls Óskars. Alls taka um 35 atriði þátt í göngunni, en það er svipaður fjöldi og undanfarin ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×