Milljarða einkasjúkrahús út í sandinn 22. september 2010 06:45 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eru enn að velta fyrir sér umsókn frá í mars fyrir einkasjúkrahús en forsvarsmaður undirbúningsfélagsins segir áformin hafa runnið út í sandinn í millitíðinni. Fréttablaðið/GVA Útlit er fyrir að ekkert verði af stofnun og rekstri einkasjúkrahúss sem áformað var í Reykjavík. Litháíska verktakafyrirtækið Adakris hugðist taka þátt í verkefninu en er hætt við að sögn Sigríðar Þorsteinsdóttur, forsprakka undirbúningsfélags spítalans. Einkasjúkrahúsið átti að sérhæfa sig í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum fyrir útlendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og Bandaríkjunum. Samkvæmt erindi Sigríðar til þáverandi borgarstjóra í vor sem leið var áætlað að bygging spítalans myndi kosta 4 til 4,5 milljarða króna og hafa um 180 stöðugildi þegar reksturinn væri hafinn. Vilyrði væri komið fyrir fjármögnun. Erindi Sigríðar, sem og bréf sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður skrifaði þáverandi borgarstjóra í mars fyrir hönd undirbúningsfélagsins, var áframsent til skipulagsstjóra borgarinnar. Þar var ákveðið á föstudag að kynna málið fyrir formanni skipulagsráðs. Það er hins vegar um seinan ef marka má Sigríði. „Við höfum aldrei fengið neitt svar frá borginni og héldum að þetta mál væri einfaldlega komið út úr kortinu. Þá hefur Adakris dregið sig út og peningar skila sér ekki. Verkefnið er því í algjöru frosti,“ segir Sigríður Þorsteinsdóttir. - gar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Útlit er fyrir að ekkert verði af stofnun og rekstri einkasjúkrahúss sem áformað var í Reykjavík. Litháíska verktakafyrirtækið Adakris hugðist taka þátt í verkefninu en er hætt við að sögn Sigríðar Þorsteinsdóttur, forsprakka undirbúningsfélags spítalans. Einkasjúkrahúsið átti að sérhæfa sig í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum fyrir útlendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og Bandaríkjunum. Samkvæmt erindi Sigríðar til þáverandi borgarstjóra í vor sem leið var áætlað að bygging spítalans myndi kosta 4 til 4,5 milljarða króna og hafa um 180 stöðugildi þegar reksturinn væri hafinn. Vilyrði væri komið fyrir fjármögnun. Erindi Sigríðar, sem og bréf sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður skrifaði þáverandi borgarstjóra í mars fyrir hönd undirbúningsfélagsins, var áframsent til skipulagsstjóra borgarinnar. Þar var ákveðið á föstudag að kynna málið fyrir formanni skipulagsráðs. Það er hins vegar um seinan ef marka má Sigríði. „Við höfum aldrei fengið neitt svar frá borginni og héldum að þetta mál væri einfaldlega komið út úr kortinu. Þá hefur Adakris dregið sig út og peningar skila sér ekki. Verkefnið er því í algjöru frosti,“ segir Sigríður Þorsteinsdóttir. - gar
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira