Innlent

Skaftárhlaup: Varað við brennisteinsmengun

Í tilkynningu frá Almannavörnum er varað við brennisteinsmengun sem helst gætir nálægt upptökum hlaupvatnsins. Fólk er varað við að vera á ferð þar sem brennisteinslyktar gætir.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands þá vex hægt í Skaftá. Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að náið sé fylgst með framvindu hlaupsins og hafa íbúar í nágrenni farvegs árinnar sem og rekstraraðilar fjallaskála í nágrenni hennar verið upplýstir um stöðu mála. Fjallaskálar nálægt farvegi Skaftár eru við Sveinstind, í Skælingum og í Hólaskjóli.

"Rétt er að vara við brennisteinsmengun sem helst gætir nærri upptökum hlaupvatnsins. Varist að vera á ferð þar sem brennisteinslyktar gætir," segir í tilkynningunni.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.