Innlent

Stjórnvöld í Evrópu undirbúi sig fyrir Kötlugos

Þáttastjórnandinn Matt Frei ræddi við Ólaf Ragnar í gær.
Þáttastjórnandinn Matt Frei ræddi við Ólaf Ragnar í gær.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hvetur stjórnvöld í Evrópu

og flugmálayfirvöld alls staðar í heiminum að hefja undirbúning

vegna hugsanlegs Kötlugoss. Hættan væri ekki liðin hjá og en það gætu liðið 5-15 ár þangað til gos hæfist í Kötlu. Þetta kom fram í máli forsetans í sjónvarpsviðtali í BBC, breska ríkisútvarpinu, í gær.

Ummæli Ólafs Ragnars í viðtali á sömu sjónvarpsstöð á mánudagskvöld vöktu hörð viðbrögð í ferðaþjónustunni og hjá stjórnvöldum hér á landi. Í umræddu viðtali sagði Ólafur Ragnar að gosið á Eyjafjallajökli væri aðeins æfing fyrir Kötlugos. Í gær sagðist forsetinn hafa hvatt flugfélög, flugvélaframleiðendur og yfirvöld um allan heim til að endurskoða áætlanir og tæknina og vera þannig undirbúin þegar gos í Kötlu hæfist.

Þá var Ólafur Ragnar spurður hvort að flugbannið og viðbrögð yfirvalda í Evrópu hafi ekki gengið of langt. Því sagðist forsetinn ekki geta svarað. Íslendingar væru ánægðir með að hvorki hér á landi né annarsstaðar í heiminum hefði orðið mannfall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Hægt er að horfa á viðtalið við Ólaf Ragnar hér.


Tengdar fréttir

Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum

„Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina.

Íslendingar megi ekki fela umræðu um hugsanlegar hættur

„Ég hélt að við Íslendingar hefðum lært þá lexíu að það þjónar ekki hagsmunum okkar sem þjóðar að reyna að fela eða þagga niður vitneskju um hugsanlega hættur,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×