Innlent

Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar

Steingrímur J. Sigfússon segir að styrkþegar á þingi eigi að velta því alvarlega fyrir sér að segja af sér þingmennsku.
Steingrímur J. Sigfússon segir að styrkþegar á þingi eigi að velta því alvarlega fyrir sér að segja af sér þingmennsku.
„Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna.

Mikill styr hefur staðið um háar styrkveitingar bankanna til Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, en hópur mótmælanda hafa mótmælt fyrir utan heimili hennar undanfarið og krafist afsagnar hennar vegna málsins. Þá hefur Guðlaugur Þór Þórðarson einnig verið gagnrýndur harðlega.

Steingrímur segir að dapurlegasti þáttur stjórnmálamanna hafi verið dýru prófkjörin og bendir á að það sé strax skömminni skárra þegar stjórnmálaflokkarnir sjái um kynningar á frambjóðendunum.

Steingrímur tók hinsvegar skýrt fram að það væri eðlismunur á upphæð styrkja sem stjórnmálamenn hafa fengið og nýtt til þess að kynna sig. Hann segir mikinn stigsmun vera á nokkrum tugum þúsunda og milljóna sem þeir safna persónulega.

„Fjársafnanir stjórnmálamanna í eigin nafni koma stjórnmálamönnum í eins mikið návígi við hagsmunatengsl og hugsast getur," sagði Steingrímur svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×