Innlent

Kvennalið Gerplu fær þrjár milljónir frá ríkisstjórninni

Kvennalið Gerplu fékk hátíðlega móttöku í Gerðarsafni þegar það kom heim af Evrópumótinu í hópfimleikum í Svíþjóð
Kvennalið Gerplu fékk hátíðlega móttöku í Gerðarsafni þegar það kom heim af Evrópumótinu í hópfimleikum í Svíþjóð Mynd: Anton Brink
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja kvennalið Gerplu, nýkrýnda Evrópumeistara í hópfimleikum, um þrjár milljónir króna.

Kvennalið Gerplu í fimleikum náði þeim einstaka árangri að vinna til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fram fór í Malmö í Svíþjóð í október 2010.

Ríkisstjórnin fagnar þessum frábæra árangri liðsins og samþykkti í tilefni af honum að veita liðinu þrjár milljónir króna til undirbúnings fyrir þátttöku þess í Norðurlandamóti sem fram fer í Noregi árið 2011.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×