Viðskipti erlent

Bretar reiðir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis

Á vefsíðunni This is Money kemur fram að King og forráðamenn FSA héldu einkafundi frá vorinu 2008 um stöðu íslensku bankanna og áhyggjur af getu þeirra til að standast áhlaup viðskiptavina sinna.
Á vefsíðunni This is Money kemur fram að King og forráðamenn FSA héldu einkafundi frá vorinu 2008 um stöðu íslensku bankanna og áhyggjur af getu þeirra til að standast áhlaup viðskiptavina sinna.
Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar hefur komið fram reiði í garð Mervyn King seðlabankastjóra landsins og FSA yfir því að hafa þagað um slæma stöðu íslensku bankanna frá vorinu 2008.

Frá því að King og breska fjármálaeftirlitið (FSA) vissu um stöðu íslensku bankanna um vorið 2008 og allt fram að falli þeirra um haustið það ár héldu Bretar áfram að leggja fé sitt inn á Icesave og aðra reikninga í íslensku bönkunum sem störfuðu í Bretlandi. Hér var um að ræða almenning, sveitar- og bæjarstjórnir og góðgerðarsamtök.

Á vefsíðunni This is Money kemur fram að King og forráðamenn FSA héldu einkafundi frá vorinu 2008 um stöðu íslensku bankanna og áhyggjur af getu þeirra til að standast áhlaup viðskiptavina sinna.

Breski stjórnarandstöðuþingmaðurinn Michael Fallon segir í samtali við vefsíðuna að bresk stjórnvöld hafi vel vitað af því að rauð viðvörnunarljós voru blikkandi um allt. „Samt gáfu þau breskum almenningi eða opinberum aðilum engar viðvaranir um í hvert stefndi," segir Fallon. „Þetta er frekari sönnun þess að regluverk Gordon Brown brást gersamlega."

Fallon segir að FSA þurfi að standa skil á því afhverju eftirlitið aðvaraði ekki innistæðueigendur. Talsmaður FSA vildi ekki tjá sig um málið þar sem eftirlitið hefði ekki kynnt sér skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×