Lífið

Magnús Scheving: lenti í vandræðum með hreiminn

„Þetta er eiginlega Rússi með íslenskum og indverskum hreim með norsku ívafi sem hljómar eins og hann sé á Ólafsvöku í Færeyjum," segir Magnús Scheving um hlutverk sitt í fjölskyldumyndinni The Spy Next Door.

The Spy Next Door er frumýnd á Íslandi um helgina og spjallaði Ísland í dag við hann á forsýningu á fimmtudag. Magnús var þá nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann fundaði með forstjóra Dreamworks um Latabæjarkvikmynd sem fer í framleiðslu á næstunni.

„Þetta er sérstakur hreimur, international. Ég lenti í vandræðum með að muna hann milli taka. Þetta er skemmtileg mynd en við skulum setja leikinn til hliðar."

Magnús tekur sig vel út í hasaratriðum myndarinnar en hann fékk engan undirbúning áður en Jackie Chan henti honum út í djúpu laugina.

„Við vorum kallaðir fyrr út í tökur en við héldum. Ég var búinn að vera þarna í nokkrar klukkustundir þegar það var komið að fyrsta slagsmálaatriðinu og ég hef aldrei áður slegist. Þá kom Jackie Chan og sagði: Þetta er mjög auðvelt. Ég tek þig og sný þér í þrjá hringi, hendi yfir mig, tek heljarstökk, gríp þig og kasta upp í loftið og þú snýst aftur þrjá hringi og lendir á borðinu og brýtur það. Tökum þetta!"










Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×