Innlent

Keflavíkurflugvöllur lokast á morgun

Loftrými umhverfis Keflavíkurflugvöll lokast eftir hádegi á morgun.
Loftrými umhverfis Keflavíkurflugvöll lokast eftir hádegi á morgun. Mynd/Valgarður Gíslason
Loftrými umhverfis Keflavíkurflugvöll fyrir blindflugsumferð lokast eftir hádegi á morgun. Spár gera ráð fyrir að öskuský vegna eldgossins í Eyjafjallajökli verð komið að vesturströnd landsins um hádegisbil á morgun. Iceland Express hefur ákveðið að flýta flugi sem átti að fara síðdegis á morgun til Alicante. Fyrr í dag aflýsti Icelandair tveimur flugferðum sem fara átti á morgun.

„Miðað við öskufallsspána eins og hún lítur út núna lokast loftrýmið í kringum Keflavíkurflugvöll upp úr hádegi á morgun. Flugvélar komast inn og út í fyrramálið en eftir það er miðað við að Akureyrarflugvöllur verði notaður," segir Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Flugstoða.

Ekki liggur fyrir hvort hægt verði að fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn.

Flug Iceland Express til Alicante, sem fara átti síðdegis á morgun, hefur verið flýtt og er brottför klukkan 22:50 í kvöld. Flogið verður til London og Kaupmannahafnar í fyrramálið. Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru þó beðnir enn sem fyrr að fylgjast vel með því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara, að því er fram kemur í tilkynningu frá Iceland Express.


Tengdar fréttir

Töluverðar líkur á að Keflavíkurflugvelli verði lokað

Töluverðar líkur eru á því að Keflavíkurflugvelli verði lokað eftir hádegi á morgun, segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair. Icelandair breytir flugáætlun síðdegis á morgun vegna óvissu um loftrými yfir Keflavíkurflugvelli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×