Innlent

Körfuboltamaður ætlar að áfrýja nauðgunardómi

Frá Stykkishólmi
Frá Stykkishólmi
Sigurður Á Þorvaldsson, landsliðsmaður í körfuknattleik og leikmaður Snæfells, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára stúlku í samkvæmi í nóvember í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Sigurður að áfrýja dómnum.

Sigurður var sakfelldur fyrir að hafa afklætt stúlkuna þar sem hún lá áfengisdauð upp í rúmi eftir skemmtanahald, kysst og káfað á líkama hana og haft við hana samræði. Í lögregluskýrslu segir Sigurður að kynmökin hafi verið með vilja beggja aðila en hafi varað stutt þar sem hann hafi verið svo ölvaður. Sökum ölvunar segir hann að þessi tilburðir hafi runnið út í sandinn og hann sofnað eða drepist. Þá sagði hann að þetta hefið verið ankannalegt þar sem par var liggjandi í rúminu með þeim.

Stúlkan segir að þau Sigurður hafi ekki þekkst né hafi nú tekið eftir honum í samkvæminum. Hún hafi sofnað í samkvæminu og vaknað við að einhver hafi verið að reyna stunda kynlíf með henni og strjúka og koma við hana alls staðar. Hún hafi sparkað viðkomandi af sér og komið sér út í framhaldi af því. Eftir að hún hafi verið komin út úr húsnæðinu hafi Sigurður kallað á eftir sér: „Þú veist að ég á fjölskyldu".

Þrír dómarar kváðu upp dóminn og segja þeir að frásögn Sigurðar fari í bága við flest annað sem komið hafi fram í málinu. Meðal annars hafi vitni lýst því fyrir dómi að stúlkan hafi verið sofandi á rúminu og ekki hafi verið hægt að vekja hana. Þá segir að brotið hafi verið alvarlegt og valdið stúlkunni miklum og varanlegum miska. Til að mynda búi stúlkan í litlu samfélagi sem magni áhrifin.

Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×