Gylfi: Gengislánin geta kostað ríkissjóð 100 milljarða 25. júní 2010 18:52 Viðskiptaráðherra segir verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins hvað gengistryggð lán varðar, geta valdið ríkissjóði meira en 100 milljarða króna kostnaði. Hann segir fráleitt ef samningsvextir gengistryggðra lána verði einir látnir gilda. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir stöðuna smám saman vera að skýrast eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega í síðustu viku, þó ekki séu öll kurl komin til grafar. Síðustu daga hafa mismunandi sviðsmyndir sem komið gætu upp eftir dóminn verið ræddar, meðal annars á samráðsfundi ráðherra, aðila vinnumarkaðarins og fleiri í gær. Versta sviðsmyndin frá sjónarhóli fjármálakerfisins er að sögn Gylfa sú að dómurinn hafi veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu íslensku bankanna og hún geti jafnvel farið niður fyrir átta prósent, sem er innan við alþjóðlegar kröfur um eigið fé. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá á ríkið talsvert þar undir, meðal annars vegna eignarhalds á Landsbankanum og minnihluta í öðrum fjármálafyrirtækjum. Höggið sem gæti lent á hinu opinbera væri líklegast af stærðargráðunni 100 milljarðar eða eitthvað stærra en það," segir Gylfi. Gylfi segir þó ekkert í líkingu við bankahrunið vera í uppsiglingu, enda dugi eignir bankanna fyrir öllum kröfum. Hann segir óvissu vegna gengisdómsins ekki verða eytt að fullu fyrr en dómar Hæstaréttar um öll ágreiningsmál hafi fallið. Gylfi er ósammála þeirri niðurstöðu að samningsvextir lánanna gildi áfram. „Þetta mál verður ekki leyst með einhverjum skoðanakönnun lögfræðinga og í sjálfu sér ekki heldur með einhverjum niðurstöðum hagfræðinga eins og þess sem hér stendur. Það er Hæstiréttur sem mun skera úr um þetta. En efnislega er það fráleit niðurstaða að hinir erlendu vextir standi þó að forsendum fyrir þeim sé kippt undan," segir Gylfi. En ætlar ríkisstjórnin að beita sér og milda höggið? „Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki breytt niðurstöðu Hæstaréttar. Við þurfum auðvitað að haga okkur á ábyrgan hátt og koma í veg fyrir að slík niðurstaða ógni fjármálastöðugleika. Það er kannski fyrst og fremst það sem við erum að reyna að ná fram," segir Gylfi. Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Viðskiptaráðherra segir verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins hvað gengistryggð lán varðar, geta valdið ríkissjóði meira en 100 milljarða króna kostnaði. Hann segir fráleitt ef samningsvextir gengistryggðra lána verði einir látnir gilda. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir stöðuna smám saman vera að skýrast eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega í síðustu viku, þó ekki séu öll kurl komin til grafar. Síðustu daga hafa mismunandi sviðsmyndir sem komið gætu upp eftir dóminn verið ræddar, meðal annars á samráðsfundi ráðherra, aðila vinnumarkaðarins og fleiri í gær. Versta sviðsmyndin frá sjónarhóli fjármálakerfisins er að sögn Gylfa sú að dómurinn hafi veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu íslensku bankanna og hún geti jafnvel farið niður fyrir átta prósent, sem er innan við alþjóðlegar kröfur um eigið fé. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá á ríkið talsvert þar undir, meðal annars vegna eignarhalds á Landsbankanum og minnihluta í öðrum fjármálafyrirtækjum. Höggið sem gæti lent á hinu opinbera væri líklegast af stærðargráðunni 100 milljarðar eða eitthvað stærra en það," segir Gylfi. Gylfi segir þó ekkert í líkingu við bankahrunið vera í uppsiglingu, enda dugi eignir bankanna fyrir öllum kröfum. Hann segir óvissu vegna gengisdómsins ekki verða eytt að fullu fyrr en dómar Hæstaréttar um öll ágreiningsmál hafi fallið. Gylfi er ósammála þeirri niðurstöðu að samningsvextir lánanna gildi áfram. „Þetta mál verður ekki leyst með einhverjum skoðanakönnun lögfræðinga og í sjálfu sér ekki heldur með einhverjum niðurstöðum hagfræðinga eins og þess sem hér stendur. Það er Hæstiréttur sem mun skera úr um þetta. En efnislega er það fráleit niðurstaða að hinir erlendu vextir standi þó að forsendum fyrir þeim sé kippt undan," segir Gylfi. En ætlar ríkisstjórnin að beita sér og milda höggið? „Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki breytt niðurstöðu Hæstaréttar. Við þurfum auðvitað að haga okkur á ábyrgan hátt og koma í veg fyrir að slík niðurstaða ógni fjármálastöðugleika. Það er kannski fyrst og fremst það sem við erum að reyna að ná fram," segir Gylfi.
Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira