Gylfi: Gengislánin geta kostað ríkissjóð 100 milljarða 25. júní 2010 18:52 Viðskiptaráðherra segir verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins hvað gengistryggð lán varðar, geta valdið ríkissjóði meira en 100 milljarða króna kostnaði. Hann segir fráleitt ef samningsvextir gengistryggðra lána verði einir látnir gilda. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir stöðuna smám saman vera að skýrast eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega í síðustu viku, þó ekki séu öll kurl komin til grafar. Síðustu daga hafa mismunandi sviðsmyndir sem komið gætu upp eftir dóminn verið ræddar, meðal annars á samráðsfundi ráðherra, aðila vinnumarkaðarins og fleiri í gær. Versta sviðsmyndin frá sjónarhóli fjármálakerfisins er að sögn Gylfa sú að dómurinn hafi veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu íslensku bankanna og hún geti jafnvel farið niður fyrir átta prósent, sem er innan við alþjóðlegar kröfur um eigið fé. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá á ríkið talsvert þar undir, meðal annars vegna eignarhalds á Landsbankanum og minnihluta í öðrum fjármálafyrirtækjum. Höggið sem gæti lent á hinu opinbera væri líklegast af stærðargráðunni 100 milljarðar eða eitthvað stærra en það," segir Gylfi. Gylfi segir þó ekkert í líkingu við bankahrunið vera í uppsiglingu, enda dugi eignir bankanna fyrir öllum kröfum. Hann segir óvissu vegna gengisdómsins ekki verða eytt að fullu fyrr en dómar Hæstaréttar um öll ágreiningsmál hafi fallið. Gylfi er ósammála þeirri niðurstöðu að samningsvextir lánanna gildi áfram. „Þetta mál verður ekki leyst með einhverjum skoðanakönnun lögfræðinga og í sjálfu sér ekki heldur með einhverjum niðurstöðum hagfræðinga eins og þess sem hér stendur. Það er Hæstiréttur sem mun skera úr um þetta. En efnislega er það fráleit niðurstaða að hinir erlendu vextir standi þó að forsendum fyrir þeim sé kippt undan," segir Gylfi. En ætlar ríkisstjórnin að beita sér og milda höggið? „Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki breytt niðurstöðu Hæstaréttar. Við þurfum auðvitað að haga okkur á ábyrgan hátt og koma í veg fyrir að slík niðurstaða ógni fjármálastöðugleika. Það er kannski fyrst og fremst það sem við erum að reyna að ná fram," segir Gylfi. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Viðskiptaráðherra segir verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins hvað gengistryggð lán varðar, geta valdið ríkissjóði meira en 100 milljarða króna kostnaði. Hann segir fráleitt ef samningsvextir gengistryggðra lána verði einir látnir gilda. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir stöðuna smám saman vera að skýrast eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega í síðustu viku, þó ekki séu öll kurl komin til grafar. Síðustu daga hafa mismunandi sviðsmyndir sem komið gætu upp eftir dóminn verið ræddar, meðal annars á samráðsfundi ráðherra, aðila vinnumarkaðarins og fleiri í gær. Versta sviðsmyndin frá sjónarhóli fjármálakerfisins er að sögn Gylfa sú að dómurinn hafi veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu íslensku bankanna og hún geti jafnvel farið niður fyrir átta prósent, sem er innan við alþjóðlegar kröfur um eigið fé. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá á ríkið talsvert þar undir, meðal annars vegna eignarhalds á Landsbankanum og minnihluta í öðrum fjármálafyrirtækjum. Höggið sem gæti lent á hinu opinbera væri líklegast af stærðargráðunni 100 milljarðar eða eitthvað stærra en það," segir Gylfi. Gylfi segir þó ekkert í líkingu við bankahrunið vera í uppsiglingu, enda dugi eignir bankanna fyrir öllum kröfum. Hann segir óvissu vegna gengisdómsins ekki verða eytt að fullu fyrr en dómar Hæstaréttar um öll ágreiningsmál hafi fallið. Gylfi er ósammála þeirri niðurstöðu að samningsvextir lánanna gildi áfram. „Þetta mál verður ekki leyst með einhverjum skoðanakönnun lögfræðinga og í sjálfu sér ekki heldur með einhverjum niðurstöðum hagfræðinga eins og þess sem hér stendur. Það er Hæstiréttur sem mun skera úr um þetta. En efnislega er það fráleit niðurstaða að hinir erlendu vextir standi þó að forsendum fyrir þeim sé kippt undan," segir Gylfi. En ætlar ríkisstjórnin að beita sér og milda höggið? „Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki breytt niðurstöðu Hæstaréttar. Við þurfum auðvitað að haga okkur á ábyrgan hátt og koma í veg fyrir að slík niðurstaða ógni fjármálastöðugleika. Það er kannski fyrst og fremst það sem við erum að reyna að ná fram," segir Gylfi.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira