Gylfi: Gengislánin geta kostað ríkissjóð 100 milljarða 25. júní 2010 18:52 Viðskiptaráðherra segir verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins hvað gengistryggð lán varðar, geta valdið ríkissjóði meira en 100 milljarða króna kostnaði. Hann segir fráleitt ef samningsvextir gengistryggðra lána verði einir látnir gilda. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir stöðuna smám saman vera að skýrast eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega í síðustu viku, þó ekki séu öll kurl komin til grafar. Síðustu daga hafa mismunandi sviðsmyndir sem komið gætu upp eftir dóminn verið ræddar, meðal annars á samráðsfundi ráðherra, aðila vinnumarkaðarins og fleiri í gær. Versta sviðsmyndin frá sjónarhóli fjármálakerfisins er að sögn Gylfa sú að dómurinn hafi veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu íslensku bankanna og hún geti jafnvel farið niður fyrir átta prósent, sem er innan við alþjóðlegar kröfur um eigið fé. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá á ríkið talsvert þar undir, meðal annars vegna eignarhalds á Landsbankanum og minnihluta í öðrum fjármálafyrirtækjum. Höggið sem gæti lent á hinu opinbera væri líklegast af stærðargráðunni 100 milljarðar eða eitthvað stærra en það," segir Gylfi. Gylfi segir þó ekkert í líkingu við bankahrunið vera í uppsiglingu, enda dugi eignir bankanna fyrir öllum kröfum. Hann segir óvissu vegna gengisdómsins ekki verða eytt að fullu fyrr en dómar Hæstaréttar um öll ágreiningsmál hafi fallið. Gylfi er ósammála þeirri niðurstöðu að samningsvextir lánanna gildi áfram. „Þetta mál verður ekki leyst með einhverjum skoðanakönnun lögfræðinga og í sjálfu sér ekki heldur með einhverjum niðurstöðum hagfræðinga eins og þess sem hér stendur. Það er Hæstiréttur sem mun skera úr um þetta. En efnislega er það fráleit niðurstaða að hinir erlendu vextir standi þó að forsendum fyrir þeim sé kippt undan," segir Gylfi. En ætlar ríkisstjórnin að beita sér og milda höggið? „Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki breytt niðurstöðu Hæstaréttar. Við þurfum auðvitað að haga okkur á ábyrgan hátt og koma í veg fyrir að slík niðurstaða ógni fjármálastöðugleika. Það er kannski fyrst og fremst það sem við erum að reyna að ná fram," segir Gylfi. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Viðskiptaráðherra segir verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins hvað gengistryggð lán varðar, geta valdið ríkissjóði meira en 100 milljarða króna kostnaði. Hann segir fráleitt ef samningsvextir gengistryggðra lána verði einir látnir gilda. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir stöðuna smám saman vera að skýrast eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega í síðustu viku, þó ekki séu öll kurl komin til grafar. Síðustu daga hafa mismunandi sviðsmyndir sem komið gætu upp eftir dóminn verið ræddar, meðal annars á samráðsfundi ráðherra, aðila vinnumarkaðarins og fleiri í gær. Versta sviðsmyndin frá sjónarhóli fjármálakerfisins er að sögn Gylfa sú að dómurinn hafi veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu íslensku bankanna og hún geti jafnvel farið niður fyrir átta prósent, sem er innan við alþjóðlegar kröfur um eigið fé. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá á ríkið talsvert þar undir, meðal annars vegna eignarhalds á Landsbankanum og minnihluta í öðrum fjármálafyrirtækjum. Höggið sem gæti lent á hinu opinbera væri líklegast af stærðargráðunni 100 milljarðar eða eitthvað stærra en það," segir Gylfi. Gylfi segir þó ekkert í líkingu við bankahrunið vera í uppsiglingu, enda dugi eignir bankanna fyrir öllum kröfum. Hann segir óvissu vegna gengisdómsins ekki verða eytt að fullu fyrr en dómar Hæstaréttar um öll ágreiningsmál hafi fallið. Gylfi er ósammála þeirri niðurstöðu að samningsvextir lánanna gildi áfram. „Þetta mál verður ekki leyst með einhverjum skoðanakönnun lögfræðinga og í sjálfu sér ekki heldur með einhverjum niðurstöðum hagfræðinga eins og þess sem hér stendur. Það er Hæstiréttur sem mun skera úr um þetta. En efnislega er það fráleit niðurstaða að hinir erlendu vextir standi þó að forsendum fyrir þeim sé kippt undan," segir Gylfi. En ætlar ríkisstjórnin að beita sér og milda höggið? „Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki breytt niðurstöðu Hæstaréttar. Við þurfum auðvitað að haga okkur á ábyrgan hátt og koma í veg fyrir að slík niðurstaða ógni fjármálastöðugleika. Það er kannski fyrst og fremst það sem við erum að reyna að ná fram," segir Gylfi.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira