Gylfi: Gengislánin geta kostað ríkissjóð 100 milljarða 25. júní 2010 18:52 Viðskiptaráðherra segir verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins hvað gengistryggð lán varðar, geta valdið ríkissjóði meira en 100 milljarða króna kostnaði. Hann segir fráleitt ef samningsvextir gengistryggðra lána verði einir látnir gilda. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir stöðuna smám saman vera að skýrast eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega í síðustu viku, þó ekki séu öll kurl komin til grafar. Síðustu daga hafa mismunandi sviðsmyndir sem komið gætu upp eftir dóminn verið ræddar, meðal annars á samráðsfundi ráðherra, aðila vinnumarkaðarins og fleiri í gær. Versta sviðsmyndin frá sjónarhóli fjármálakerfisins er að sögn Gylfa sú að dómurinn hafi veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu íslensku bankanna og hún geti jafnvel farið niður fyrir átta prósent, sem er innan við alþjóðlegar kröfur um eigið fé. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá á ríkið talsvert þar undir, meðal annars vegna eignarhalds á Landsbankanum og minnihluta í öðrum fjármálafyrirtækjum. Höggið sem gæti lent á hinu opinbera væri líklegast af stærðargráðunni 100 milljarðar eða eitthvað stærra en það," segir Gylfi. Gylfi segir þó ekkert í líkingu við bankahrunið vera í uppsiglingu, enda dugi eignir bankanna fyrir öllum kröfum. Hann segir óvissu vegna gengisdómsins ekki verða eytt að fullu fyrr en dómar Hæstaréttar um öll ágreiningsmál hafi fallið. Gylfi er ósammála þeirri niðurstöðu að samningsvextir lánanna gildi áfram. „Þetta mál verður ekki leyst með einhverjum skoðanakönnun lögfræðinga og í sjálfu sér ekki heldur með einhverjum niðurstöðum hagfræðinga eins og þess sem hér stendur. Það er Hæstiréttur sem mun skera úr um þetta. En efnislega er það fráleit niðurstaða að hinir erlendu vextir standi þó að forsendum fyrir þeim sé kippt undan," segir Gylfi. En ætlar ríkisstjórnin að beita sér og milda höggið? „Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki breytt niðurstöðu Hæstaréttar. Við þurfum auðvitað að haga okkur á ábyrgan hátt og koma í veg fyrir að slík niðurstaða ógni fjármálastöðugleika. Það er kannski fyrst og fremst það sem við erum að reyna að ná fram," segir Gylfi. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Viðskiptaráðherra segir verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins hvað gengistryggð lán varðar, geta valdið ríkissjóði meira en 100 milljarða króna kostnaði. Hann segir fráleitt ef samningsvextir gengistryggðra lána verði einir látnir gilda. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir stöðuna smám saman vera að skýrast eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega í síðustu viku, þó ekki séu öll kurl komin til grafar. Síðustu daga hafa mismunandi sviðsmyndir sem komið gætu upp eftir dóminn verið ræddar, meðal annars á samráðsfundi ráðherra, aðila vinnumarkaðarins og fleiri í gær. Versta sviðsmyndin frá sjónarhóli fjármálakerfisins er að sögn Gylfa sú að dómurinn hafi veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu íslensku bankanna og hún geti jafnvel farið niður fyrir átta prósent, sem er innan við alþjóðlegar kröfur um eigið fé. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá á ríkið talsvert þar undir, meðal annars vegna eignarhalds á Landsbankanum og minnihluta í öðrum fjármálafyrirtækjum. Höggið sem gæti lent á hinu opinbera væri líklegast af stærðargráðunni 100 milljarðar eða eitthvað stærra en það," segir Gylfi. Gylfi segir þó ekkert í líkingu við bankahrunið vera í uppsiglingu, enda dugi eignir bankanna fyrir öllum kröfum. Hann segir óvissu vegna gengisdómsins ekki verða eytt að fullu fyrr en dómar Hæstaréttar um öll ágreiningsmál hafi fallið. Gylfi er ósammála þeirri niðurstöðu að samningsvextir lánanna gildi áfram. „Þetta mál verður ekki leyst með einhverjum skoðanakönnun lögfræðinga og í sjálfu sér ekki heldur með einhverjum niðurstöðum hagfræðinga eins og þess sem hér stendur. Það er Hæstiréttur sem mun skera úr um þetta. En efnislega er það fráleit niðurstaða að hinir erlendu vextir standi þó að forsendum fyrir þeim sé kippt undan," segir Gylfi. En ætlar ríkisstjórnin að beita sér og milda höggið? „Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki breytt niðurstöðu Hæstaréttar. Við þurfum auðvitað að haga okkur á ábyrgan hátt og koma í veg fyrir að slík niðurstaða ógni fjármálastöðugleika. Það er kannski fyrst og fremst það sem við erum að reyna að ná fram," segir Gylfi.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira