Innlent

Icelandair aflýsir flugi til Evrópuborga í dag

Icelandair hefur tilkynnt að flugi félagsins í dag til sex Evrópuborga hefur verið aflýst. Flugi FI318 til Osló, og flugi FI436 til Manchester/Glasgow hefur verið seinkað til kl. 16.00 í dag í þeirri von að heimildir til flugs til þessara staða verði veittar þegar líður á daginn.

Eftirtöldum flugum hefur verið aflýst:

FI520/521 Frankfurt

FI542/543 París

FI450/451 London

FI306/307 Stokkhólmur

FI204/205 Kaupmannahöfn

FI342/343 Helsinki

FI212/213 Kaupmannahöfn

FI454/455 London

Icelandair stefnir að því að setja upp aukaflug þegar heimildir verða veittar til flugs og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is.

Annað flug, þ.e. flug vestur um haf, verður samkvæmt áætlun.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×