Körfubolti

Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafn Kristjánsson og Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR þegar Hrafn tók við kvennaliðinu.
Hrafn Kristjánsson og Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR þegar Hrafn tók við kvennaliðinu. Mynd/Heimasíða KR

KR-ingar hafa loksins fundið sér þjálfara fyrir karlaliðið sitt í körfuboltanum. Hrafn Kristjánsson hefur samþykkt að þjálfa báða meistaraflokka KR samkvæmt áræðanlegum heimildum Vísis. Hrafn mun skrifa undir samning í kvöld og hitta karlaliðið á leikmannafundi strax á eftir.

Hrafn snéri aftur í KR í sumar eftir fimmtán ára fjarveru þegar hann tók við kvennaliði KR af Benedikti Guðmundssyni. Hann hafði leikið með KR upp alla yngri flokkanna og æfði ungur að árum með Íslandsmeistaraliði KR 1990.

Hrafn lék alls 139 úrvalsdeildarleiki fyrir KR (1988-1995) og KFÍ (1998-2004). Hrafn hefur þjálfað KFÍ, Þór Akureyri og nú síðast Breiðablik í efstu deild karla. Hrafn þjálfaði síðast Breiðablik á síðasta tímabili en hætti þá með liðið eftir 14 leiki.

Hrafn mun hafa góða menn með sér til aðstoðar í vetur. Baldur Ingi Jónasson og Páll Kolbeinsson, fráfarandi þjálfari karlaliðs KR, munu samkvæmt heimildum Vísis vera honum innan handar.

Þjálfaraferill Hrafns Kristjánssonar:

2001-02 KFÍ (1. deild) 12 sigrar - 6 töp (3. sæti)

2002-03
KFÍ (1. deild) 14-2 (1.)

2003-04
KFÍ (Úrv.deild) 6-16 (10.)

2004-05
Þór Ak. (1.deild) 17-1 (1.)

2005-06
Þór Ak. (Úrv.deild) 5-17 (11.)

2006-07
Þór Ak. (1.deild)  14-0 (1.)

2007-08
Þór Ak. (Úrv.deild) 10-12 (8.) Fór í úrslitakeppni (0-2)

2008-09
Þór Ak. (Úrv.deild) 6-16 (11.)

2009-10
Breiðablik (Úrv.deild) 2-12






Fleiri fréttir

Sjá meira


×