Innlent

Drunurnar eins og í þotu að lenda

Jökullinn svartur Hlaupið kom niður Gígjökul en ekki meðfram honum eins og áður segir, Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal.Fréttablaðið/Vilhelm
Jökullinn svartur Hlaupið kom niður Gígjökul en ekki meðfram honum eins og áður segir, Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal.Fréttablaðið/Vilhelm

„Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaups í Markarfljóti um klukkan 19 í gærkvöldi, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar.

„Við hlupum bara upp í fjall og hringdum í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig,“ segir Anna. Anna segist hafa séð upp á Gígjökul, þar sem hlaupið átti upptök sín. Jökullinn hafi verið svartur af drullu, sem þýði að hlaupið hafi komið niður yfir jökulinn, ekki meðfram honum eins og áður.

Auk fjölskyldunnar voru tveir erlendir ferðamenn innlyksa. Annar hafði gist á farfuglaheimili í Fljótsdal en hinn var á ferð um Fljótshlíðina og komst ekki í burtu eftir að vegurinn fór í sundur.

Fjárhúsið stendur nærri fljótinu. Sauðburður er hafinn, og var ákveðið að hleypa fénu út þar sem óttast var að vatn gæti náð að fjárhúsinu.- bj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×