Innlent

Geir fær stuðning frá Eyjum

Geir Haarde fær stuðning frá Eyjum
Geir Haarde fær stuðning frá Eyjum
Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, harma að þrjátíu og þrír þingmenn hafi í gær ákveðið að draga Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdóm vegna meintra brota gegn ráðherraábyrgð.

Félagið segir að málsmeðferðin í málinu hafi öll verið á skjön við reglur um réttláta málsmeðferð og að Geir hafi aldrei fengið réttarstöðu grunaðs manns áður en til ákæru kom auk þess sem engin rannsókn haf farið fram á meintum brotum. „Þannig er búið að ákveða hvað skal ákæra fyrir, áður en málið er rannsakað og án tillits til þess hvað rannsóknin mun leiða í ljós," segir í tilkynningu frá félaginu. Þá segir einnig að ákæran gegn honum sé greinileg pólitísk aðför.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×