Innlent

„Þú færð nú bara hjartaslag ef þú kemur heim“

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgólfi Guðmundssyni var sagt að koma ekki heim svo hann fengi ekki hjartaáfall.
Björgólfi Guðmundssyni var sagt að koma ekki heim svo hann fengi ekki hjartaáfall.
Björgólfur Guðmundsson, þáverandi stjórnarformaður Landsbankans, var staddur erlendis í lok september 2008, einungis fáeinum dögum áður en Landsbankinn var þjóðnýttur.

Þegar að hann fékk fréttir af því hvers kyns ósköp dundu á íslenska bankakerfinu var hann um leið beðinn um að vera ekkert að koma heim. Hann gæti fengið fyrir hjartað. Þetta kemur fram í vitnisburði hans til Rannsóknarnefndar Alþingis.

„Og ég fer þessa ferð, [í lok september 2008] náttúrlega óraði ekkert fyrir hvað var að ske, og við förum þarna út og síðan bara fæ ég hringingar og svona og það er þá ákveðið, og Björgólfur kemur heim og það er nú hringt í hann, Sigurður Einarsson og fleiri hringja í hann og biðja hann um að koma. Og þá er bara ákveðið [.....] að vera ekki að blanda fleirum inn í málið, reyna bara, þetta sé: Vert þú bara kjurr úti, þú færð nú bara hjartaslag ef þú kemur heim, vert þú bara kyrr úti," segir í vitnisburði Björgólfs Guðmundssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×