Innlent

Aska féll norðan og sunnan við eldstöðina

Frá bænum Núpskoti undir Eyjafjöllum fyrr í vikunni.
Frá bænum Núpskoti undir Eyjafjöllum fyrr í vikunni. Mynd/Stefán Karlsson
Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar reis gufumökkurinn í eldstöðinni á Eyjafjallajökli í um 18.000 feta 6 km hæð seinnipartinn í dag. Aska féll bæði norðan og sunnan við eldstöðina og náði öskumökkurinn í um 14.000 feta (4,5-5 km) hæð, að fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna.

Brýnt er að fólk haldi áfram að hafa klút eða grímur fyrir vitum þegar það er úti við á svæðum þar sem aska fellur eða hefur fallið. Bent er á heimasíðu landlæknisembættisins, landlaeknir.is, en þar er að finna leiðbeiningar til almennings vegna öskufalls.

Bændum á öskufallssvæðinu er bent á að kynna sér leiðbeiningar á heimasíðu Matvælastofnunar, mast.is, um fóðrun og umhirðu búfjár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×