Erlent

Myrtur af syni sínum í Írak

Blóðugur dagur í Írak Sprengju- og skotárásir kostuðu 27 manns lifið í gær.
fréttablaðið/AP
Blóðugur dagur í Írak Sprengju- og skotárásir kostuðu 27 manns lifið í gær. fréttablaðið/AP

Þrítugur Íraki, Abdul-Halim Hameed, skaut fimmtugan föður sinn þar sem hann svaf í rúmi sínu í fyrrinótt. Ástæðan var sú að faðirin vildi ekki segja upp starfi sínu, en hann starfaði sem verktaki og þýðandi fyrir bandríska herinn í Írak.

Sonurinn er talinn tengdur Al Kaída samtökunum. Með honum að verki var frændi þeirra beggja. Tilræðismennirnir voru handteknir, en lögreglan leitaði einnig að öðrum syni hins myrta, sem talinn var samsekur.

Að minnsta kosti 27 manns létu lífið víðs vegar í Írak í gær í sprengju- og skotárásum. - gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×