Innlent

Sagður óútreiknanlegur

Ævisaga á ensku talin liður í undirbúningi alþjóðlegs starfsvettvangs.
Ævisaga á ensku talin liður í undirbúningi alþjóðlegs starfsvettvangs.
Fyrir þingkosningarnar vorið 2007 segir í skýrslu bandaríska sendiráðsins að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé einn þeirra óútreiknan­legu þátta sem gætu haft áhrif á þróun mála eftir kosningarnar.

Hann hafi nokkrum sinnum átt í deilum við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, meðal annars um fjölmiðlafrumvarpið 2004. Hafðar eru eftir „sérfræðingum í núverandi stjórn" vangaveltur um að Ólafur Ragnar sé „sannfærður um að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé að valda þjóðinni óbætanlegum skaða" og gæti því átt það til að „taka annað fordæmislaust skref í maí og veita einum vinstriflokkanna umboð til stjórnarmyndunar".

Tæpu ári síðar, þegar Ólafur Ragnar skýrði frá því í áramótaræðu sinni að hann myndi bjóða sig fram til fjórða kjörtímabils í embætti, segir Neil Klopfenstein að með þessu hafi Ólafur frestað öllum áformum um að bjóða sig fram til alþjóðlegs embættis, til dæmis á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt hafi áformum um að ævisaga forsetans yrði gefin út á ensku fyrir næstu jól verið frestað um óákveðinn tíma.

„Ævisagan, sem líklega átti að hefja veg Grímssonar á alþjóðavettvangi, var víða talin liður í undirbúningi þess að hann skipti um starfsvettvang," segir Klopfenstein.- gb





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×