Innlent

Veginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs lokað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það lagði gríðarlega ösku yfir austurhluta landsins í gær.
Það lagði gríðarlega ösku yfir austurhluta landsins í gær.
Vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er lokaður, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Kirkjubæjarklaustri búast menn við miklu öskufalli á næstu mínútum. Verið er að útbýtta grímum niðri í sveitum. Eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar er fjórðungur gjóskunnar frá Eyjafjallajökli ósýnilegt svifryk, og mjög mikill flúor í öskunni, samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ekkert lát er á öskuframleiðslu í gosinu.

Umhverfisstofnunin segir að það sé ekki síður varasamt fyrir öndunarfærin en sjálft öskufallið, og getur borist víðar. Umhverfisstofnun ætlar að setja upp svifryksmæli austan við eldstöðvarnar til að kanna málið nánar. Helstu einkenni vegna öskufalls eru nefrennsli, særindi í hálsi og hósti. Þá getur það valdilð kláða í augum, sérstaklega hjá fólki, sem notar linsur, og tárarennsli, svo það helsta sé nefnt.-Ekkert lát er á öskuframleiðslu í eldstöðinni og reikna vísindamenn að hún haldist óbreytt áfram.

Búist er við því að síðdegis snúist vindur til norðanáttar og þá verður öskufall í Landeyjum og í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir þessa breytingu á vindátt, er ekki að sjá að breytingar séu að verða á háloftavindum, og því má búast við að aska haldi áfram að berast yfir Evrópu, því hún berst yfir hafið með háloftavindum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×