Innlent

Launahækkanir varaborgarfulltrúa kosta 5 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heildarkostnaður af breytingu á launum borgarfulltrúa sem samþykkt var í forsætisnefnd borgarstjórnar síðastliðinn föstudag er áætlaður um 5 milljónir á árinu 2011, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar. Launahækkanirnar skiptast niður á fjóra varaborgarfulltrúa.

Laun fyrstu varaborgarfulltrúa í Reykjavík verða hækkuð frá og með 1. september síðastliðnum. Þá munu þeir fá greidd 70% af grunnlaunum borgarfulltrúa. Með þessu er fallið frá breytingum á kjörum og starfsaðstöðu fyrstu varaborgarfulltrúa sem tóku gildi við upphaf þessa kjörtímabils um að þeir fengju greitt fyrir störf sín með sama hætti og aðrir kjörnir fulltrúar, að borgarfulltrúum undanskildum. Tillaga um þetta var samþykkt á fundi forsætisnefndar borgarstjórnar á föstudag.

Meirihluti borgarstjórnar segir að nefndir og ràð hafi verið lagðar niður og með því fengist sparnaður á móti. Varaborgarfulltrúar hafi rìka viðveruskyldu og sitji fagfundi í sínum ráðum sem og undirbùningsfundi.




Tengdar fréttir

Hækka laun varaborgarfulltrúa

Laun 1. varaborgarfulltrúa verða hækkuð frá og með 1. september síðastliðnum. Þá munu þeir fá greidd 70% af grunnlaunum borgarfulltrúa með sömu ákvæðum um álagsgreiiðslum, skerðingum og starfsaðstöðu og áður giltu. Með þessu er fallið frá breytingum á kjörum og starfsaðstöðu fyrstu varaborgarfulltrua sem tóku gildi við upphaf þessa kjörtímabils um



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×