Erlent

Flugmýs gera innrás í Færeyjar

Karen Kjartansdóttir skrifar
Leðurblaka
Leðurblaka Mynd af færeyska vefnum Faroe Nature

Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum.

Leðurblökur eða flugmýs eins og þær eru kallaðar í Færeyjum hafa sést víða á sveimi yfir eyjunum að undanförnu. Svo mikill fjöldi blaka hefur reyndar verið þar á ferðinni að blaðið Dimmalætting segir í fyrirsögn að Flugmýs hafi gert innrás í Færeyjar eða Innrás av flogmýs í Føroyum.

Fjölmiðlar í Færeyjum hafa mikið fjallað um þessa ófrýnilegu gesti. Þar kemur fram að um er að ræða tvær tegundir leðurblaka sem hrella eyjaskeggja. Önnur þeirra heitir því skelfilega nafni töllaflugmús, upp á færeysku, og er sögð standa undir nafni. Á vefsíðunni faroenature.net, sem fjallar um náttúrulíf í eyjunum, segir að leðurblaka sem fannst hangandi fyrir utan matvörubúðina í Nólsoy fyrir skömmu hafi vegið fimm og hálft gramm. Myndir af kvikindinu sýna svo að hún er ekki bara stór heldur einnig með fjölda beittra tanna.

Hér má lesa frétt Dimmalætting

Hér má svo skoða nokkrar myndir af innrásarliðinu.














Tengdar fréttir

„Gaman að hafa hér leðurblökur“

„Við þurfum ekkert á óttast að hér fari leðurblökur að setjast að. Ég myndi nú reyndar segja að það væri bara svolítið gaman ef við hefðum hér leðurblökur," segir Ævar Pedersen, fuglafræðingur og áhugamaður um leðurblökur, spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af auknum fjölda leðurblaka hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×