Viðskipti erlent

Öskufallið hækkar heimsmarkaðsverð á olíu

Norska olíuöryggisráðið er nú að meta stöðuna en fyrir liggur að ef draga verður úr olíuframleiðslu á svæðinu muni slíkt hækka heimsmarkaðsverð á olíu.
Norska olíuöryggisráðið er nú að meta stöðuna en fyrir liggur að ef draga verður úr olíuframleiðslu á svæðinu muni slíkt hækka heimsmarkaðsverð á olíu.

Búið er að loka fyrir alla þyrluflugsumferð á olíuvinnslusvæðunum í Norðursjó og meðfram ströndum Noregs vegna öskufallsins frá gosinu í Eyjafjallajökli. Norska olíuöryggisráðið er nú að meta stöðuna en fyrir liggur að ef draga verður úr olíuframleiðslu á svæðinu muni slíkt hækka heimsmarkaðsverð á olíu.

Í frétt um málið á Reuters er haft eftir Gisle Johanson talsmanni Statoil í Noregi að enn sem komið er hafi þyrluflugsstoppið ekki áhrif á olíuvinnslu félagsins í Norðursjó. „Við erum að kanna afleiðingarnar og meta hugsanleg viðbrögð okkar við stöðunni," segir Johanson.

Þyrlur eru nauðsynlegar til að halda olíuvinnslu gangandi á Norðursjó þar sem þær ferja starfsmenn til og frá olíuborpöllum og eru þar að auki mikilvæg öryggistæki ef slys eða óhöpp koma upp á pöllunum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×