Innlent

Gísli Tryggvason: Telur ríkið ekki verða skaðabótaskylt

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Aðspurður segist Gísli Tryggvason talsmaður neytenda ekki vera þeirrar skoðunar að ríkið verði skaðabótaskylt ákveði Landsdómur að sakfella fyrrverandi ráðherra fyrir vanrækslu. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í gær vandséð hvernig hægt væri að sakfella ráðherrana fyrir vanrækslu án þess að ríkið sjálft verði bótaskylt vegna afleiðinga meintra misgjörða þeirra.

Gísli, sem hefur lagt sérstaka stund á stjórnskipunarrétt og skaðabótarétt, bendir á að skilyrði refsiábyrgðar og skaðabótaábyrgðar séu til að mynda ekki þau sömu. „Þar fyrir utan væri nú varla til þetta fyrirkomulag um ráðherraábyrgð og Landsdóm ef því fylgdi alltaf sjálfkrafa bótaábyrgð ríkisins," bætir hann við.

Hann bendir á að í þessu tilfelli sé verið að ræða um sérlög og sér dómstól sem hafi ekki endilega sömu fordæmisáhrif og almennir dómstólar og almenn lög.

Að auki yrði erfitt að færa sönnur á tjón og orsakatengsl að hans mati, ákveði einhver að höfða skaðabótamál. „Ef stofnun stendur sig ekki í eftirliti hefur oft verið erfitt að krefjast bóta vegna þess gallaða eftirlits," bætir hann við að auki.

 


Tengdar fréttir

Þriðja hrunið er í nánd segir Vilhjálmur

„Það þarf að hætta að slátra köttum en fara á fullt í að veiða mýs,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og varar við afleiðingum þess að fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×