Innlent

Hætt að gjósa úr fyrstu sprungunni

Fyrsti gígurinn sem myndaðist á Fimmvörðuhálsi er hættur að gjósa. Áfram gýs á fullum krafti úr sprungunni sem opnaðist í síðustu viku. Þessar breytingar sá hópur vísindamanna sem skoðaði eldstöðvarnar í dag.

Einn þeirra, Magnús Tumi Guðmundsson, segir að upphaflega gossprungan sé sofnuð en kröftugt gos sé í gangi á hinni sprungunni, sem hefur verið að þrengjast niður í einn aðalgíg. Hraunið rennur nú eingöngu niður í Hvannárgil um magnaðan hraunfoss.

Gosórói á mælum Veðurstofunnar sýnir ekkert lát á gosinu, ef eitthvað er, hefur heldur bætt í það.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×