Viðskipti innlent

Ríkissjóður Íslands kominn í ruslflokk

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Fitch lánshæfismatsfyrirtækið hefur lækkað lánshæfismat ríkissjóðs Íslands niður í BB+ eða ruslflokk í kjölfar ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar um að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þetta kemur meðal annars fram á fjármálavefnum Marketwatch.

„Ákvörðunin skapar nýja óvissu í stjórnmálalegu og efnahagslegu tilliti. Ákvörðunin er einnig stórt skref afturábak í viðleitni Íslendinga til að koma stöðugleika á í efnahagslegum samskiptum við aðrar þjóðir," segir Paul Rawkins, hjá Fitch í London.

Fyrir erlendar skuldbindingar eru lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs nú BB + en fyrir innlendar skuldbindingar BBB -. Ennfremur segir Fitch að horfur séu neikvæðar sem þýðir að lánshæfið gæti lækkað enn frekar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,03
5
20.272
HEIMA
0,91
3
35.792
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
MARL
0
2
61.880

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,58
7
22.145
ORIGO
-0,22
1
784
SJOVA
-0,07
1
1.420
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.