Viðskipti erlent

Auðæfi lágu gleymd í bílskúrnum í áratugi

Gamalt og gleymt tölvuspil sem legið hafði í geymslu í bílskúr í Texas í hátt í 30 ár var nýlega selt á eBay fyrir fjórar milljónir kr.

CNN fjallar um málið en upphaf þess má rekja til þess að uppúr 1980 keypti Tanner Sandling tölvuspilið Air Raid fyrir rúma 5 dollara í búð í Austin Texas. Honum líkaði hinsvegar ekki við spilið og reyndi árangurslaust til gefa vinum sínum það en fékk það jafnharðan í hendurnar aftur og á endanum fór spilið í geymslu í bílskúr Sandling. Hann er sennilega ánægður með áhugaleysi vinanna í dag.

Um síðustu helgi var þetta Air Raid spil slegið hæstbjóðenda á eBay fyrir 31,600 dollara. Sandling hafði sett það til sölu á eBay og hófust boðin á 50 dollurum. Ástæða þess að Sandling setti spilið á eBay var frásögn á CNN um verðmæt gömul tölvuspil.

Air Raid var þróað af Atari til spilunnar á Atari 2600 vélum en spilið er mjög eftirsótt hjá söfnurum sökum þess hve fá eintök eru til af því í dag. Í öllum heiminum er aðeins vitað um 13 manns sem eiga þetta spil. Af þeim er Sandling sá eini sem hefur átt spilið frá því hann keypti það. Air Raid gengur út á að verja bæ fyrir árásum frá þotum, þyrlum og fljúgandi diskum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×