Trúfélög ekki enn byrjuð að byggja 26. október 2010 05:00 Ásatrúarmenn vonast til þess að bygging hofs komist á rekspöl á næstunni. Fréttablaðið/Daníel Ásatrúarfélagið og Rétttrúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið byggingu á lóðum sínum þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóðum í lok árs 2006. Þá fengu ásatrúarmenn lóð við Leynihlíð sem síðar varð Menntasveigur, undir Öskjuhlíð, og Rétttrúnaðarkirkjan fékk lóð við Nýlendugötu. Ásatrúarmenn höfðu þá beðið í áraraðir eftir að fá lóð undir nýbyggingu hofs. Félag múslima á Íslandi bíður enn eftir að fá lóð undir mosku, en fulltrúar skipulagsyfirvalda fullyrða að hreyfing sé komin á þau mál og þau muni skýrast á næstunni. Rétttrúnaðarkirkjan bíður þess enn að undirrita lóðaleigusamning við Reykjavíkurborg, en að sögn Timur Zolotuskiy, prests kirkjunnar, eru þeir vongóðir um að málin fari að skýrast í haust. „Þetta veltur á mörgum þáttum en við erum einnig að þróa verkefnið, hvað varðar kirkjuna og safnaðarheimilið, og svo erum við líka að ræða við okkar stuðningsaðila, en það mun skýrast þegar leigusamningar og kostnaðaráætlun er komin á hreint.“ Timur segir um 600 félaga í rússnesku og serbnesku rétttrúnaðarkirkjunum hér á landi. Þeir séu nú að vinna að hönnun bygginga ásamt arkitektum og leitast verður við að finna lausn sem hentar við íslenskar aðstæður. „Við byrjuðum á táknrænan hátt á sumardaginn fyrsta þegar við vígðum minnisvarða á lóðinni,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði í samtali við Fréttablaðið, en það var til minningar um Sveinbjörn Beinteinsson, sem var allsherjargoði um árabil. Hilmar bætir því við að nú séu að hefjast prufanir á klöpp undir lóðinni. Þegar því er lokið, sennilega eftir nokkrar vikur, verður farið út í nánari útfærslu á byggingunni. Hilmar bætir því við að enn eigi eftir að leggja veg, lagnir og þess háttar að lóðinni, en efnahagshrunið hafi einnig spilað inn í og tafið framkvæmdir. „Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti því að við fórum illa út úr bankahruninu. Við þurftum því að fara út í praktískari lausnir.“ Hilmar Örn segist ekki viss um hvenær framkvæmdum verði lokið, „en í bjartsýniskasti vonast ég til þess að hofið, eða helgidómurinn, verði tilbúinn á árunum 2012 til 2013.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Sjá meira
Ásatrúarfélagið og Rétttrúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið byggingu á lóðum sínum þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóðum í lok árs 2006. Þá fengu ásatrúarmenn lóð við Leynihlíð sem síðar varð Menntasveigur, undir Öskjuhlíð, og Rétttrúnaðarkirkjan fékk lóð við Nýlendugötu. Ásatrúarmenn höfðu þá beðið í áraraðir eftir að fá lóð undir nýbyggingu hofs. Félag múslima á Íslandi bíður enn eftir að fá lóð undir mosku, en fulltrúar skipulagsyfirvalda fullyrða að hreyfing sé komin á þau mál og þau muni skýrast á næstunni. Rétttrúnaðarkirkjan bíður þess enn að undirrita lóðaleigusamning við Reykjavíkurborg, en að sögn Timur Zolotuskiy, prests kirkjunnar, eru þeir vongóðir um að málin fari að skýrast í haust. „Þetta veltur á mörgum þáttum en við erum einnig að þróa verkefnið, hvað varðar kirkjuna og safnaðarheimilið, og svo erum við líka að ræða við okkar stuðningsaðila, en það mun skýrast þegar leigusamningar og kostnaðaráætlun er komin á hreint.“ Timur segir um 600 félaga í rússnesku og serbnesku rétttrúnaðarkirkjunum hér á landi. Þeir séu nú að vinna að hönnun bygginga ásamt arkitektum og leitast verður við að finna lausn sem hentar við íslenskar aðstæður. „Við byrjuðum á táknrænan hátt á sumardaginn fyrsta þegar við vígðum minnisvarða á lóðinni,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði í samtali við Fréttablaðið, en það var til minningar um Sveinbjörn Beinteinsson, sem var allsherjargoði um árabil. Hilmar bætir því við að nú séu að hefjast prufanir á klöpp undir lóðinni. Þegar því er lokið, sennilega eftir nokkrar vikur, verður farið út í nánari útfærslu á byggingunni. Hilmar bætir því við að enn eigi eftir að leggja veg, lagnir og þess háttar að lóðinni, en efnahagshrunið hafi einnig spilað inn í og tafið framkvæmdir. „Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti því að við fórum illa út úr bankahruninu. Við þurftum því að fara út í praktískari lausnir.“ Hilmar Örn segist ekki viss um hvenær framkvæmdum verði lokið, „en í bjartsýniskasti vonast ég til þess að hofið, eða helgidómurinn, verði tilbúinn á árunum 2012 til 2013.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Sjá meira