Trúfélög ekki enn byrjuð að byggja 26. október 2010 05:00 Ásatrúarmenn vonast til þess að bygging hofs komist á rekspöl á næstunni. Fréttablaðið/Daníel Ásatrúarfélagið og Rétttrúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið byggingu á lóðum sínum þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóðum í lok árs 2006. Þá fengu ásatrúarmenn lóð við Leynihlíð sem síðar varð Menntasveigur, undir Öskjuhlíð, og Rétttrúnaðarkirkjan fékk lóð við Nýlendugötu. Ásatrúarmenn höfðu þá beðið í áraraðir eftir að fá lóð undir nýbyggingu hofs. Félag múslima á Íslandi bíður enn eftir að fá lóð undir mosku, en fulltrúar skipulagsyfirvalda fullyrða að hreyfing sé komin á þau mál og þau muni skýrast á næstunni. Rétttrúnaðarkirkjan bíður þess enn að undirrita lóðaleigusamning við Reykjavíkurborg, en að sögn Timur Zolotuskiy, prests kirkjunnar, eru þeir vongóðir um að málin fari að skýrast í haust. „Þetta veltur á mörgum þáttum en við erum einnig að þróa verkefnið, hvað varðar kirkjuna og safnaðarheimilið, og svo erum við líka að ræða við okkar stuðningsaðila, en það mun skýrast þegar leigusamningar og kostnaðaráætlun er komin á hreint.“ Timur segir um 600 félaga í rússnesku og serbnesku rétttrúnaðarkirkjunum hér á landi. Þeir séu nú að vinna að hönnun bygginga ásamt arkitektum og leitast verður við að finna lausn sem hentar við íslenskar aðstæður. „Við byrjuðum á táknrænan hátt á sumardaginn fyrsta þegar við vígðum minnisvarða á lóðinni,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði í samtali við Fréttablaðið, en það var til minningar um Sveinbjörn Beinteinsson, sem var allsherjargoði um árabil. Hilmar bætir því við að nú séu að hefjast prufanir á klöpp undir lóðinni. Þegar því er lokið, sennilega eftir nokkrar vikur, verður farið út í nánari útfærslu á byggingunni. Hilmar bætir því við að enn eigi eftir að leggja veg, lagnir og þess háttar að lóðinni, en efnahagshrunið hafi einnig spilað inn í og tafið framkvæmdir. „Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti því að við fórum illa út úr bankahruninu. Við þurftum því að fara út í praktískari lausnir.“ Hilmar Örn segist ekki viss um hvenær framkvæmdum verði lokið, „en í bjartsýniskasti vonast ég til þess að hofið, eða helgidómurinn, verði tilbúinn á árunum 2012 til 2013.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Ásatrúarfélagið og Rétttrúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið byggingu á lóðum sínum þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóðum í lok árs 2006. Þá fengu ásatrúarmenn lóð við Leynihlíð sem síðar varð Menntasveigur, undir Öskjuhlíð, og Rétttrúnaðarkirkjan fékk lóð við Nýlendugötu. Ásatrúarmenn höfðu þá beðið í áraraðir eftir að fá lóð undir nýbyggingu hofs. Félag múslima á Íslandi bíður enn eftir að fá lóð undir mosku, en fulltrúar skipulagsyfirvalda fullyrða að hreyfing sé komin á þau mál og þau muni skýrast á næstunni. Rétttrúnaðarkirkjan bíður þess enn að undirrita lóðaleigusamning við Reykjavíkurborg, en að sögn Timur Zolotuskiy, prests kirkjunnar, eru þeir vongóðir um að málin fari að skýrast í haust. „Þetta veltur á mörgum þáttum en við erum einnig að þróa verkefnið, hvað varðar kirkjuna og safnaðarheimilið, og svo erum við líka að ræða við okkar stuðningsaðila, en það mun skýrast þegar leigusamningar og kostnaðaráætlun er komin á hreint.“ Timur segir um 600 félaga í rússnesku og serbnesku rétttrúnaðarkirkjunum hér á landi. Þeir séu nú að vinna að hönnun bygginga ásamt arkitektum og leitast verður við að finna lausn sem hentar við íslenskar aðstæður. „Við byrjuðum á táknrænan hátt á sumardaginn fyrsta þegar við vígðum minnisvarða á lóðinni,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði í samtali við Fréttablaðið, en það var til minningar um Sveinbjörn Beinteinsson, sem var allsherjargoði um árabil. Hilmar bætir því við að nú séu að hefjast prufanir á klöpp undir lóðinni. Þegar því er lokið, sennilega eftir nokkrar vikur, verður farið út í nánari útfærslu á byggingunni. Hilmar bætir því við að enn eigi eftir að leggja veg, lagnir og þess háttar að lóðinni, en efnahagshrunið hafi einnig spilað inn í og tafið framkvæmdir. „Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti því að við fórum illa út úr bankahruninu. Við þurftum því að fara út í praktískari lausnir.“ Hilmar Örn segist ekki viss um hvenær framkvæmdum verði lokið, „en í bjartsýniskasti vonast ég til þess að hofið, eða helgidómurinn, verði tilbúinn á árunum 2012 til 2013.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira