Trúfélög ekki enn byrjuð að byggja 26. október 2010 05:00 Ásatrúarmenn vonast til þess að bygging hofs komist á rekspöl á næstunni. Fréttablaðið/Daníel Ásatrúarfélagið og Rétttrúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið byggingu á lóðum sínum þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóðum í lok árs 2006. Þá fengu ásatrúarmenn lóð við Leynihlíð sem síðar varð Menntasveigur, undir Öskjuhlíð, og Rétttrúnaðarkirkjan fékk lóð við Nýlendugötu. Ásatrúarmenn höfðu þá beðið í áraraðir eftir að fá lóð undir nýbyggingu hofs. Félag múslima á Íslandi bíður enn eftir að fá lóð undir mosku, en fulltrúar skipulagsyfirvalda fullyrða að hreyfing sé komin á þau mál og þau muni skýrast á næstunni. Rétttrúnaðarkirkjan bíður þess enn að undirrita lóðaleigusamning við Reykjavíkurborg, en að sögn Timur Zolotuskiy, prests kirkjunnar, eru þeir vongóðir um að málin fari að skýrast í haust. „Þetta veltur á mörgum þáttum en við erum einnig að þróa verkefnið, hvað varðar kirkjuna og safnaðarheimilið, og svo erum við líka að ræða við okkar stuðningsaðila, en það mun skýrast þegar leigusamningar og kostnaðaráætlun er komin á hreint.“ Timur segir um 600 félaga í rússnesku og serbnesku rétttrúnaðarkirkjunum hér á landi. Þeir séu nú að vinna að hönnun bygginga ásamt arkitektum og leitast verður við að finna lausn sem hentar við íslenskar aðstæður. „Við byrjuðum á táknrænan hátt á sumardaginn fyrsta þegar við vígðum minnisvarða á lóðinni,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði í samtali við Fréttablaðið, en það var til minningar um Sveinbjörn Beinteinsson, sem var allsherjargoði um árabil. Hilmar bætir því við að nú séu að hefjast prufanir á klöpp undir lóðinni. Þegar því er lokið, sennilega eftir nokkrar vikur, verður farið út í nánari útfærslu á byggingunni. Hilmar bætir því við að enn eigi eftir að leggja veg, lagnir og þess háttar að lóðinni, en efnahagshrunið hafi einnig spilað inn í og tafið framkvæmdir. „Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti því að við fórum illa út úr bankahruninu. Við þurftum því að fara út í praktískari lausnir.“ Hilmar Örn segist ekki viss um hvenær framkvæmdum verði lokið, „en í bjartsýniskasti vonast ég til þess að hofið, eða helgidómurinn, verði tilbúinn á árunum 2012 til 2013.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Ásatrúarfélagið og Rétttrúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið byggingu á lóðum sínum þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóðum í lok árs 2006. Þá fengu ásatrúarmenn lóð við Leynihlíð sem síðar varð Menntasveigur, undir Öskjuhlíð, og Rétttrúnaðarkirkjan fékk lóð við Nýlendugötu. Ásatrúarmenn höfðu þá beðið í áraraðir eftir að fá lóð undir nýbyggingu hofs. Félag múslima á Íslandi bíður enn eftir að fá lóð undir mosku, en fulltrúar skipulagsyfirvalda fullyrða að hreyfing sé komin á þau mál og þau muni skýrast á næstunni. Rétttrúnaðarkirkjan bíður þess enn að undirrita lóðaleigusamning við Reykjavíkurborg, en að sögn Timur Zolotuskiy, prests kirkjunnar, eru þeir vongóðir um að málin fari að skýrast í haust. „Þetta veltur á mörgum þáttum en við erum einnig að þróa verkefnið, hvað varðar kirkjuna og safnaðarheimilið, og svo erum við líka að ræða við okkar stuðningsaðila, en það mun skýrast þegar leigusamningar og kostnaðaráætlun er komin á hreint.“ Timur segir um 600 félaga í rússnesku og serbnesku rétttrúnaðarkirkjunum hér á landi. Þeir séu nú að vinna að hönnun bygginga ásamt arkitektum og leitast verður við að finna lausn sem hentar við íslenskar aðstæður. „Við byrjuðum á táknrænan hátt á sumardaginn fyrsta þegar við vígðum minnisvarða á lóðinni,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði í samtali við Fréttablaðið, en það var til minningar um Sveinbjörn Beinteinsson, sem var allsherjargoði um árabil. Hilmar bætir því við að nú séu að hefjast prufanir á klöpp undir lóðinni. Þegar því er lokið, sennilega eftir nokkrar vikur, verður farið út í nánari útfærslu á byggingunni. Hilmar bætir því við að enn eigi eftir að leggja veg, lagnir og þess háttar að lóðinni, en efnahagshrunið hafi einnig spilað inn í og tafið framkvæmdir. „Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti því að við fórum illa út úr bankahruninu. Við þurftum því að fara út í praktískari lausnir.“ Hilmar Örn segist ekki viss um hvenær framkvæmdum verði lokið, „en í bjartsýniskasti vonast ég til þess að hofið, eða helgidómurinn, verði tilbúinn á árunum 2012 til 2013.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira