Innlent

Morðið í Hafnarfirði: Maðurinn laus úr haldi

Frá vettvangi sl. sunnudag.
Frá vettvangi sl. sunnudag. Mynd/Egill

Lögregla mun ekki fara fram á að maðurinn sem handtekinn var í gær í tengslum við morðið á Hannesi Þór Helgasyni verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var látinn laus fyrir stundu.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir í tilkynningu að nánari rannsókn á atriðum honum tengdum hafi leitt í ljós að ekki hafi verið efni til að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. 

Annar maður var í haldi lögreglu í sólarhring en ekki var heldur krafist gæsluvarðhalds yfir honum og honum því sleppt í kjölfarið.

„Allt kapp er lagt á að upplýsa málið og handsama þann sem banaði Hannesi. Rannsókn lögreglu heldur áfram m.a. með yfirheyrslum yfir öllum þeim sem tengjast málinu með einum eða öðrum hætti," segir Friðrik.

Vinnu tæknideildar lögreglunnar á vettvangi er að mestu lokið. Friðrik segir að lífsýni, sem voru tekin á vettvangi, verði send á rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar þar sem aðstaða til slíks sé ekki fyrir hendi hér á landi. Jafnframt sé unnið úr öðrum gögnum sem aflað hefur verið. Þá segir Friðrik að verið sé að vinna úr ýmsum ábendingum sem borist hafa frá almenningi.

Lögreglan hvetur hvern þann sem telur sig búa yfir upplýsingum sem skipt geta máli fyrir rannsóknina að koma þeim á framfæri í síma 444-1104.


Tengdar fréttir

Morðið í Hafnarfirði: Ákvörðun um varðhald liggur ekki fyrir

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir karlmanni sem handtekinn var í gær og grunaður er um aðild að dauða Hannesar Þórs Helgasonar. Að loknum yfirheyrslum í gærkvöldi var ákveðið að halda manninum í fangageymslu í nótt.

Maður í haldi vegna morðsins

Lögregla handtók í gær mann af erlendu bergi brotinn sem grunaður er um aðild að dauða Hannesar Þórs Helgasonar. Að loknum yfirheyrslum í gærkvöldi var ákveðið að halda manninum í fangageymslu í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×