Viðskipti erlent

Mikið verðfall á húsnæði í Bretlandi

Hús til sölu.
Hús til sölu. Mynd/AFP

Verð á húsnæði í Bretlandi lækkaði að meðaltali um 15,9 prósent á nýliðnu ári, samkvæmt upplýsingum breska fasteignalánaveitandans Nationwide.

Breska ríkisútvarpið (BBC) bendir á að verðið hafi nú lækkað fjórtán mánuði í röð, þar af um 2,5 prósent að meðaltali í desember í fyrra. Verðið er nú átján prósentum lægra en það var í október árið 2007 þegar það náði hámarki.

Þá hefur BBC eftir aðalhagfræðingi Nationwide, að húsnæðismarkaðurinn endurspegli vel umrótið á lánsfjármörkuðum. Ekki hafi þó verið reiknað með þvílíku verðfalli og raunin var.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×