Eru óvinir Íslands hér? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 16. desember 2009 06:00 IceSave málið og stjórnun þess er saga mistaka frá fyrstu dögum hrunsins. Með hruni íslensku bankanna og setningu neyðarlaganna verður IceSave að milliríkjamáli. Með yfirlýsingum íslenskra stjórnvalda um að „vinir hafi brugðist", að „leita verði nýrra vina", að Ísland „ætli ekki að greiða skuldir óreiðumanna", að Ísland muni leita úrskurðar dómstóla um réttmæti IceSave skuldbindinganna, verður IceSave málið að milliríkjadeilu. Meðan þau viðhorf sem hér birtast einkenna umræðuna um IceSave á Íslandi er ekki að furða þótt íslenskum stjórnvöldum sé mætt af mikilli tortryggni erlendis. Á fyrstu dögum hrunsins tóku stjórnvöld á Íslandi sér stöðu með íslenska bankakerfinu og íslenskum innistæðueigendum. Séð frá stjórnvöldum erlendra ríkja tóku stjórnvöld á Íslandi sér stöðu með íslenskum bankamönnum, en gegn stjórnvöldum erlendra ríkja og viðskiptavinum íslensku bankanna erlendis. Í skammsýni og fáti tóku þau þá áhættu að brenna sig inni með IceSave og þjóðinni. Á fyrstu dögum hrunsins var sá tónn sleginn sem gaf til kynna hvernig íslensk stjórnvöld myndu reynast í milliríkjasamskiptum. Sá tónn sagði til um það, að hve miklu leyti íslensk stjórnvöld taka ábyrgð á samningum sem opnuðu fyrir alþjóðavæðingu íslenska viðskiptalífsins, að hve miklu leyti Íslendingar eru tilbúnir til að viðurkenna lýðræðislega ábyrgð sína á starfsemi íslenskra einkafyrirtækja sem með leyfi íslenskra stjórnvalda starfrækja viðskipti sín á erlendri grund, að hve miklu leyti íslensk stjórnvöld eru tilbúin til samstarfs um lausnir á áhrifum hrikalegasta bankahruns sögunnar sem vissulega er ekki einkamál Íslendinga. Þau viðhorf sem enduróma frá Íslandi eru að skaða orðspor og samningsstöðu þjóðarinnar í alþjóðasamfélaginu meira en IceSave málið sjálft gefur tilefni til. Orðspor Íslands og traust á stjórnvöldum landsins er laskað. Íslenska efnahagshrunið er nú notað sem kennslubókardæmi um hörmulegustu óstjórn í efnahags- og fjármálum einnar þjóðar. Neðar er ekki hægt að komast. Sögusagnir ganga um íslenska bankamenn og skilanefndir bankanna. Öllu slæmu virðist trúað um stjórnvöld landsins. Ómurinn af þeirri umræðu sem á sér stað í sölum Alþingis og framganga og gönuhlaup einstakra þingmanna gerir lítið annað en að staðfesta þann grun umheimsins að Íslendingar sjái ekki þátt Íslands í eigin hruni, heldur álíti að hrun íslenska fjármálakerfisins sé allt öðrum að kenna. Því lengur sem Alþingi hefur IceSave málið til meðferðar því verra fyrir þjóðina sem nú þarf að treysta á alþjóðlegt samstarf. IceSave er ekki einkamál Íslendinga. IceSave snýst um siðferði og pólitík í samskiptum þjóða. IceSave er dæmi um það hvernig menn leyfa sér að ganga eins langt og hægt er og komast upp með það. Með IceSave gengu menn lengra en regluverkið hafði gert ráð fyrir að væri hugsanlegt. Íslendingar nutu frelsisins sem fylgdi EES samningnum á meðan allt lék í lyndi án þess að axla þá ábyrgð sem frelsinu fylgir. Nú þegar allt er hrunið, virðast þeir heldur ekki ætla að taka ábyrgð á aðild sinni að samningnum. Þess vegna er IceSave nú pólitísk milliríkjadeila. Sem pólitískt mál snýst IceSave um lýðræðislega ábyrgð. Stjórnvöld sem ekki gangast við ábyrgð sinni með hæfilegri auðmýkt og virðingu bregðast þjóð sinni. Nú er runninn upp tími sjálfskoðunar og heiðarleika. Stjórnvöld mega ekki láta þjóðina halda áfram að engjast í IceSave snörunni, heldur láta af afneitun og hefja nýja byrjun með nýjum tón. Hér þarf ríkisstjórnin að eiga frumkvæði. Brátt fá íslensk stjórnvöld einstakt tækifæri til að vinna aftur traust þjóðarinnar og umheimsins. Þetta tækifæri felst í útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar þingsins á aðdraganda og orsökum bankahrunsins. Hér þarf Alþingi Íslendinga að ganga fram fyrir skjöldu og lýsa því yfir gagnvart umheiminum að niðurstöður rannsóknarnefndarinnar verði nú notaðar til að gera upp fortíðina, hér verði engu undan skotið heldur allt gert til að byggja hér upp heiðarlegt siðmenntað samfélag sem umheimurinn geti treyst. Í tengslum við útgáfu skýrslunnar þarf að boða erlendar og innlendar fréttastöðvar til fréttamannafundar og nota þá augnabliksathygli umheimsins sem þar gefst til að slá nýjan tón. Þannig hefst hin siðferðilega og pólitíska endurreisn Íslands. Erlendis eiga Íslendingar marga góða vini. Óvinir Íslands standa okkur nær. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
IceSave málið og stjórnun þess er saga mistaka frá fyrstu dögum hrunsins. Með hruni íslensku bankanna og setningu neyðarlaganna verður IceSave að milliríkjamáli. Með yfirlýsingum íslenskra stjórnvalda um að „vinir hafi brugðist", að „leita verði nýrra vina", að Ísland „ætli ekki að greiða skuldir óreiðumanna", að Ísland muni leita úrskurðar dómstóla um réttmæti IceSave skuldbindinganna, verður IceSave málið að milliríkjadeilu. Meðan þau viðhorf sem hér birtast einkenna umræðuna um IceSave á Íslandi er ekki að furða þótt íslenskum stjórnvöldum sé mætt af mikilli tortryggni erlendis. Á fyrstu dögum hrunsins tóku stjórnvöld á Íslandi sér stöðu með íslenska bankakerfinu og íslenskum innistæðueigendum. Séð frá stjórnvöldum erlendra ríkja tóku stjórnvöld á Íslandi sér stöðu með íslenskum bankamönnum, en gegn stjórnvöldum erlendra ríkja og viðskiptavinum íslensku bankanna erlendis. Í skammsýni og fáti tóku þau þá áhættu að brenna sig inni með IceSave og þjóðinni. Á fyrstu dögum hrunsins var sá tónn sleginn sem gaf til kynna hvernig íslensk stjórnvöld myndu reynast í milliríkjasamskiptum. Sá tónn sagði til um það, að hve miklu leyti íslensk stjórnvöld taka ábyrgð á samningum sem opnuðu fyrir alþjóðavæðingu íslenska viðskiptalífsins, að hve miklu leyti Íslendingar eru tilbúnir til að viðurkenna lýðræðislega ábyrgð sína á starfsemi íslenskra einkafyrirtækja sem með leyfi íslenskra stjórnvalda starfrækja viðskipti sín á erlendri grund, að hve miklu leyti íslensk stjórnvöld eru tilbúin til samstarfs um lausnir á áhrifum hrikalegasta bankahruns sögunnar sem vissulega er ekki einkamál Íslendinga. Þau viðhorf sem enduróma frá Íslandi eru að skaða orðspor og samningsstöðu þjóðarinnar í alþjóðasamfélaginu meira en IceSave málið sjálft gefur tilefni til. Orðspor Íslands og traust á stjórnvöldum landsins er laskað. Íslenska efnahagshrunið er nú notað sem kennslubókardæmi um hörmulegustu óstjórn í efnahags- og fjármálum einnar þjóðar. Neðar er ekki hægt að komast. Sögusagnir ganga um íslenska bankamenn og skilanefndir bankanna. Öllu slæmu virðist trúað um stjórnvöld landsins. Ómurinn af þeirri umræðu sem á sér stað í sölum Alþingis og framganga og gönuhlaup einstakra þingmanna gerir lítið annað en að staðfesta þann grun umheimsins að Íslendingar sjái ekki þátt Íslands í eigin hruni, heldur álíti að hrun íslenska fjármálakerfisins sé allt öðrum að kenna. Því lengur sem Alþingi hefur IceSave málið til meðferðar því verra fyrir þjóðina sem nú þarf að treysta á alþjóðlegt samstarf. IceSave er ekki einkamál Íslendinga. IceSave snýst um siðferði og pólitík í samskiptum þjóða. IceSave er dæmi um það hvernig menn leyfa sér að ganga eins langt og hægt er og komast upp með það. Með IceSave gengu menn lengra en regluverkið hafði gert ráð fyrir að væri hugsanlegt. Íslendingar nutu frelsisins sem fylgdi EES samningnum á meðan allt lék í lyndi án þess að axla þá ábyrgð sem frelsinu fylgir. Nú þegar allt er hrunið, virðast þeir heldur ekki ætla að taka ábyrgð á aðild sinni að samningnum. Þess vegna er IceSave nú pólitísk milliríkjadeila. Sem pólitískt mál snýst IceSave um lýðræðislega ábyrgð. Stjórnvöld sem ekki gangast við ábyrgð sinni með hæfilegri auðmýkt og virðingu bregðast þjóð sinni. Nú er runninn upp tími sjálfskoðunar og heiðarleika. Stjórnvöld mega ekki láta þjóðina halda áfram að engjast í IceSave snörunni, heldur láta af afneitun og hefja nýja byrjun með nýjum tón. Hér þarf ríkisstjórnin að eiga frumkvæði. Brátt fá íslensk stjórnvöld einstakt tækifæri til að vinna aftur traust þjóðarinnar og umheimsins. Þetta tækifæri felst í útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar þingsins á aðdraganda og orsökum bankahrunsins. Hér þarf Alþingi Íslendinga að ganga fram fyrir skjöldu og lýsa því yfir gagnvart umheiminum að niðurstöður rannsóknarnefndarinnar verði nú notaðar til að gera upp fortíðina, hér verði engu undan skotið heldur allt gert til að byggja hér upp heiðarlegt siðmenntað samfélag sem umheimurinn geti treyst. Í tengslum við útgáfu skýrslunnar þarf að boða erlendar og innlendar fréttastöðvar til fréttamannafundar og nota þá augnabliksathygli umheimsins sem þar gefst til að slá nýjan tón. Þannig hefst hin siðferðilega og pólitíska endurreisn Íslands. Erlendis eiga Íslendingar marga góða vini. Óvinir Íslands standa okkur nær. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun