Viðskipti innlent

Skilanefnd Kaupþings stefnir Tchenguiz

Robert Tchenuiz
Robert Tchenuiz

Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt eignarhaldsfélagi í eigu Robert Tchenguiz vegna vangoldinnar yfirdráttarheimildar upp á rúma 107 milljarða íslenskra króna.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Fréttastofa hefur jafnframt fengið það staðfest að stefna gegn eignarhaldsfélaginu Oscatello Investments, sem er í eigu Robert Tchenguiz, hafi verið þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Eignarhaldsfélagið er skráð á bresku Jómfrúareyjunum og hafði fengið yfirdráttarheimild upp á 107 milljarða íslenskra króna árið 2007.

Veðin fyrir yfirdrættinum voru hlutabréf í Exista og bresku keðjunni Sommerfield sem var seld í júlí í fyrra. Þá hefur Exista verið afskráð úr Kauphöllinni og virði bréfanna hrunið. Tchenguiz situr í stjórn Exista sem var stærsti eigandi Kaupþings.

Fréttastofa hefur áður flutt fréttir af mikilli lántöku félaga í eigu Robert Tchenguiz í Kaupþingi en svo virðist sem hann hafi átt greiðari aðgang en aðrir að lánsfjármagni í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri stefnur væntanlegar frá skilanefnd Kaupþings á skuldara gamla bankans sem ekki hafa staðið í skilum.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.