Innlent

Bjarni: Lang­sótt til­raun til að koma höggi á mig

Sigríður Mogensen skrifar
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/ GVA.
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/ GVA.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að frétt DV um að hann hafi verið þátttakandi í misheppnuðum fjárfestingum Sjóvár í Makaó sé langsótt tilraun til að koma höggi á hann fyrir að stunda brask.

DV segir frá því í morgun að félög í eigu fjölskyldu Bjarna hafi verið stórir hluthafar í félaginu Vafningi sem lagði milljarða í fasteignaverkefni í Makaó í Asíu. Þar segir að Bjarni, faðir hans og frændi hafi fjárfest með Karli og Steingrími Wernerssyni í turni í hjarta Makaó.

Um er að ræða verkefnið sem Sjóvá þurfti að borga milljarða í til að losna úr eftir að tryggingafélagið komst í hendur ríkisins. Bjarni sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekki hafa átt neinna persónulegra hagsmuna að gæta í tengslum við þau verkefni.

„Ég á hvorki eignarhaldsfélög eða hlutabréf af öðrum toga og hef aldrei farið fram á afskriftir persónulegra skulda eða félaga í minni eigu," segir Bjarni. Þá hafi félög sem hann sat í stjórnum fyrir aldrei komið að ákvörðunum um fjárfestingar í Makaó.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×