Innlent

Vinstri grænir skila einnig styrk frá Íslandspósti

Vinstrihreyfingin grænt framboð skilaði í dag 150 þúsund króna styrk sem flokkurinn fékk frá Íslandspósti árið 2007, segir Drífa Snædal framkvæmdastýra flokksins. Samfylkingin tilkynnti í morgun að flokkurinn ætlaði endurgreiða Íslandspósti styrk frá fyrirtækinu.

Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðendur mega stjórnmálarflokkar ekki þiggja framlög frá fyrirtækjum í opinberri eigu.

Ríkisendurskoðun birti á föstudaginn í fyrsta skipti útdrætti úr ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2007. Þar kom fram að Íslandspóstur, sem er í opinberri eigu, styrkti Samfylkingu, Sjálfstæðisflokk, Vinstri græna og Framsóknarflokk í kosningabaráttunni vorið 2007.

Í úttekt Ríkisendurskoðunar kom einnig í ljós að Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 300 þúsund krónur. Neyðarlínan var ekki orðið opinbert hlutafélag þegar flokkurinn falaðist eftir framlaginu en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur endurgreitt fjárframlagið.

Þá kom jafnframt í ljós að utanríkisráðuneytið styrkti Samband ungra framsóknarmanna um 90 þúsund krónur 2007 en þá var Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra.Tengdar fréttir

Samfylkingin endurgreiðir styrk

Samfylkingin ætlar að endurgreiða síðar í dag 150 þúsund króna styrk sem flokkurinn fékk frá Íslandspósti árið 2007, segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri flokksins í samtali við fréttastofu. Hún segir að Samfylkingin harmi mistökin og að verklagsreglur við öflun styrkja til flokksins verði hertar.

Endurgreiði styrkinn frá Neyðarlínunni

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að afþakka 300 þúsund króna framlag sem Neyðarlínan veitti flokknum árið 2007 og endurgreiða það.

Harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við framlögum frá Neyðarlínunni

Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist harma þau mistök sem urðu þegar að flokkurinn tók við fjárframlögum frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingu sem Andri hefur sent frá sér segir hann að framlagið hafi þegar verið endurgreitt og muni öll framlög sem stangist á við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra verða endurgreidd.

Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn

Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur.

Sjálfstæðisflokkur braut lög

Sjálfstæðisflokkur braut lög þegar hann veitti þrjú hundruð þúsund króna styrk frá Neyðarlínunni viðtöku. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að styrkveitingin væri lögbrot. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Utanríkisráðherrann Valgerður styrkti eigin flokk

Utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur árið 2006 samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá var Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra en hún gengdi því embætti frá 2006-2007.

Neyðarlínan var í meirihlutaeigu ríkisins

Neyðarlínan var ekki orðinn opinbert hlutafélag þegar Sjáfstæðisflokkurinn falaðist eftir framlagi til flokksins en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins.

Ungir Framsóknarmenn fengu styrk Valgerðar

„Þessu styrkur var fyrir norræna ráðstefnu ungs fólks sem Samband ungra Framsóknarmanna áttu aðild að, en styrkurinn var í gegnum þá," segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra, en í skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi styrkt Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur. Þá gegndi Valgerður stöðu utanríkisráðherra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.