Innlent

Tvöfaldur ósigur Bjarna Ben gegn grasrótinni

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann reyndi að koma sínu fólki til valda í Verði, félagi sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann og hans fólk tapaði tveimur kosningum á tveimur dögum.

Bjarni kom fyrst á stjórnarfund Varðar í gær þar sem hann lagði til að aðalfundi félagsins, yrði frestað fram yfir kosningar. Stjórn Varðar tók hugmynd Bjarna fyrir, greiddi um hana atkvæði og felldi með miklum meirihluta. Aðalfundur félagsins fór því fram í dag.

Á fundinum komu fram sex ný framboð, sem voru runnin undan rifjum Bjarna og Illuga Gunnarssonar. Þeirra á meðal var Sirrý Hallgrímsdóttir, kosningastjóri Illuga, Orri Hauksson, einn nánasti raðgjafi þeirra beggja og gamla brýnið Halldór Blöndal, fulltrúi hinna eldri Engeyinga.

Skemmst er frá því að segja að ekkert þessara sex framboða komst að heldur var tillaga stjórnar um nafnalista samþykkt. Marta Guðjónsdóttir verður áfram formaður Varðar og segja má að grasrótin hafi haft sigur yfir flokksforystunnni.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×