Innlent

Fjórir stjórnmálaforingjar með krabbamein

Það má heita furðuleg tilviljun að þeir stjórnmálaforingjar, sem mynduðu og leiddu tvær síðustu ríkisstjórnir, hafa allir greinst með æxli, ýmist góðkynja eða illkynja.

Þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson mynduðu saman þrjár ríkisstjórnir og voru valdamestu leiðtogar landsins í á annan áratug. Báðir greindust með krabbamein, fyrst Halldór haustið 2002 og gekkst hann þá undir uppskurð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Sumarið 2004, eftir mikil stjórnmálaátök og synjun forseta Íslands á fjölmiðlalögum, var Davíð Oddsson fluttur á sjúkrahús um miðja nótt vegna gallsteinakasts. Við skoðun kom í í ljós krabbamein í nýra og hálsi og var hnefastórt krabbameinsæxli í nýra fjarlægt.

Báðir hættu þeir stjórnmálaafskiptum áður en kjörtímabili lauk og Davíð Oddsson lýsti því síðar yfir í tímaritsviðtali að hann hefði hugsanlega ekki hætt stjórnmálaþáttöku jafn fljótt og hann gerði ef hann hefði ekki veikst af krabbameini.

Nú er á ný komin upp sú staða að báðir oddvitar stjórnarflokkanna, þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, glíma við alvarleg veikindi. Ingibjörg Sólrún greindist með góðkynja æxli í höfði í september í haust er hún var stödd í New York vegna framboðs Íslands til öryggisráðsins. Hún hefur síðan gengist undir tvær aðgerðir, nú síðast í Svíþjóð, en þaðan kom hún síðdegis eftir að mestur hluti æxlisins hafði verið fjarlægður.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×