Viðskipti innlent

Heitar kartöflur

Bugatti Veyron, dýrasti bíll í heimi.
Bugatti Veyron, dýrasti bíll í heimi.

Markaðurinn sagði frá því í síðustu viku að Landsbankinn í Lúxemborg hafi boðið vildarviðskiptavinum sínum að kaupa fyrir þá lúxusbíla gegn mótframlagi. Bílarnir voru geymdir í bílageymslu á vegum bankans í Lúxemborg ásamt öðrum bílum sem viðskiptavinir höfðu keypt fyrir eigin reikning.

Þarna á meðal var Bugatti Veyron, dýrasta bílategund heims. Forsvarsmenn gamla Landsbankans sem náðist í könnuðust ekkert við málið þá og vísuðu á Kaupþing í Lúx. Forsvarsmenn gamla Kaupþings könnuðust heldur ekkert við málið og vísuðu málinu á Landsbankann. Einkennilegasta mál sem minnir helst á heita kartöflu, sem enginn vill halda á.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×