Viðskipti erlent

Bandaríska gengishrunið sprengir netbólumúrinn

Tveir sem vart trúa sínum eigin augum.
Tveir sem vart trúa sínum eigin augum. Mynd/AP

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum eru lægri nú en þegar verst lét eftir netbóluna um síðustu aldamót og hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana 11. september 2001.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan, sem lækkaði um 1,34 prósent í dag, stendur í 7.365 stigum og hefur ekki verið lægri síðan 30. maí fyrir tólf árum. Þegar verst lét eftir netbóluna fór vísitalan lægst í 7.701 stig 27. september 2002 áður en hún tók að rísa á ný.

Þá stendur S&P 500-hlutabréfavísitalan í 770 stigum eftir 1,14 prósenta lækkun í dag. Hún fór lægst í 800 stig 4. október 2002. Hún hefur í dag ekki verið lægri síðan í enda apríl árið 1997.

Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af hátæknifyrirtækjum, er sú eina af þeim stóru þremur sem ekki er lægri nú en í netbóluhruninu. Hún lækkaði um 0,11 prósent í dag og endaði í 1.441 stigi. Þegar verst lét fór hún lægst í 1.199 stig 27. september 2002 áður en hún tók að hækka á ný. Lækki hún um sautján prósent til viðbótar rýfur hún netbóludýfuna.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×