Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP

Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 2,0 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar en bankinn hefur lækkað vextina hratt síðastliðna fjóra mánuði.

Rökin fyrir ákvörðuninni er sú að verðbólga hefur lækkað hratt í samræmi við erfiðleika í efnahagslífi aðildarríka evrusvæðisins.

Hagfræðingar telja líkur hins vegar hafa aukist til muna að seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í næsta mánuði, samkvæmt könnun Reuters-fréttastofunnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×