Erlent

Mikil vonbrigði

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ. Mynd/AP
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ. Mynd/AP
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn mikil vonbrigði. Hann væntir þess að hægt verði að ná bindandi samkomulagi á næsta ári.

Ekki náðist lagalega skuldbindandi samkomulag um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, en ráðstefnunni lýkur í dag. Lokayfirlýsingu ráðstefnunnar sem undirrituð var í morgun þykir rýr enda kveður hún ekki á um hvernig koma eigi í veg fyrir frekari hlýnun jarðar.

Lokyfirlýsing ráðstefnunnar byggir á samkomulagi sem meðal annars fulltrúar Bandaríkjanna, Kínverja og Indverja náðu í gærkvöldi.

Yfirlýsingin felur í sér það markmið að koma eigi veg fyrir að andrúmsloft jarðar hlýni um meira en tvær gráður en ekki er fallist á eitt sameiginlegt viðmið um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda. Því liggur ekki fyrir bindandi samkomulag hvernig þessu markmiði skuli náð.


Tengdar fréttir

Ekki bindandi samkomulag

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, náði í gærkvöldi samningi við leiðtoga Kína, Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku um tillögur og áherslur í loftslagsmálum. Samkvæmt því er stefnt að því að hitahækkun verði að jafnaði innan við 2 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×