Viðskipti innlent

Alþjóðlegar veislur víkja fyrir flatkökum og kaffi

Bakkavararbræður.
Bakkavararbræður.

Aðalfundur Bakkavarar stendur nú yfir. Alla jafna hefur talsverð reisn verið á aðalfundum félagsins og má á stundum vart greina hvort verið sé að halda heljarinnar partí eða fara yfir ársskýrslu.

Síðasti ársfundur Bakkavarar í fyrra var eftirminnilegur enda haldinn á besta tíma, í Þjóðleikhúsinu klukkan hálf fimm á föstudegi. Kokkar komu frá öllum markaðssvæðum Bakkavarar víða að og töfruðu fram ljúffengar kræsingar úr verksmiðjum samsteypunnar á öllum gestapöllum leikhússins. Aðalfundurinn í ár er á talsvert lágstemmdari nótum en síðustu fimm ár hið minnsta. Blásið var til fundar í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Ármúlanum klukkan hálf ellefu - að morgni. Í boði verða, eftir því sem næst verður komist, hefðbundnar kræsingar: flatkökur, kaffi og djús.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×