Innlent

Öflugt umferðareftirlit um helgina

Lögreglan og Landhelgisgæslan verða með eftirlit úr þyrlu um helgina. Fylgst verður með umferðinni á helstu umferðaræðum þjóðvegakerfisins auk þess sem ástand ökumanna á hálendinu verður kannað. Jafnframt verður haft eftirlit með utanvegaakstri. Lögregla ætlar að fylgjast grannt með umferð um Bakkaflugvöll og með umferð sjófarenda við Bakkafjöru, en þar lá við stórslysi í fyrra þegar tveir hraðbátar strönduðu þar. FÍB Aðstoð, verður líka stórefld um helgina, en hún aðstoðar ökumenn sem lenda í vandræðum vegna bilana i bílum. Á öðrum stöðum verður eftirlit lögreglu líka með mesta móti, eins og vant er um þessa helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×